Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Réttarreglur, lögskipan
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í réttarreglurnar (alþjóðlegar og íslenskar) og geri sér grein fyrir hvernig þær verka á samskipti manna og öðlist almenna fræðslu um íslenska lögskipan. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og…
Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og skriflegu prófi í lokin.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Lögfræði sem fræðigrein.
Nokkrum grundvallarhugtökum lögfræðinna.
Stjórnskipun Íslands.
Mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar.
Stjórnsýslulögunum.
Réttarheimildum íslensks réttar.
Dómstólum landsins.
Réttindum og skyldum á vinnumarkaðnum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skilja notkun ákveðinna lykilhugtaka lögfræðinnar.
Móta og setja fram texta, lögfræðilegs eðlis, á ýmsan máta og átta sig á læsileika hans.
Leysa verkefni þar sem hann beitir gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og kemur efninu á framfæri á skýran og skiljanlegan hátt.
Sjá álitaefnin út frá ólíkum sjónarhornum.
Vinna sjálfstætt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja fram skoðanir sínar, taka þátt í rökræðum og túlka ólík sjónarmið á fordómalausan en gagnrýninn og ábyrgan hátt.
Efla með sér hæfni til sjálfstæðis í hugsun og vinnubrögðum sem og samstarfs.
Geta tekið afstöðu til siðferðilegra álitamála.
Vera virkur borgari í lýðræðisþjóðfélagi.
Bera virðingu fyrir mannréttindum.
Taka þátt í að móta samfélag sitt.
Geta unnið með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
Nýta sér lögfræðilega þekkingu til lausnar í sérhæfðum, raunhæfum verkefnum.
Beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna.
Fylgja röksemdafærslu í mæltu máli og texta.
Vinna sjálfstætt að verkefnum og vera ábyrgur í heimildarlei.
Undirbúa frekara nám og störf.