LOKA3ES05
Lokaverkefni
- Einingar5
Þessi áfangi er lokaáfangi á Alþjóðabraut og er ætlað að draga saman þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur hafa öðlast í erlendum tungumálum og félagsvísindagreinum s.s. alþjóðafræði og menningarfræði. Nemendur brautarinnar taka þátt í samvinnuverkefnum með skólum víðs vegar…
- Þessi áfangi er lokaáfangi á Alþjóðabraut og er ætlað að draga saman þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur hafa öðlast í erlendum tungumálum og félagsvísindagreinum s.s. alþjóðafræði og menningarfræði.
- Nemendur brautarinnar taka þátt í samvinnuverkefnum með skólum víðs vegar í Evrópu sem fer fram í gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir, svo sem Erasmus+, Nordplus junior og etwinning.
- Áfanginn er kenndur á síðasta ári en nemendaskiptin sjálf geta farið fram, hvenær sem er, áður eða á meðan á áfanganum stendur.
- Verkefni þessi geta verið á milli tveggja til níu skóla og veita nemendum tækifæri til að meta eigin færni í tungumálum og samskiptum við jafningja sína í gegnum sameiginlega verkefnavinnu og evrópsku tungumálamöppuna.
- Hin þverfaglega verkefnavinna sem innt er af hendi af nemendum nær yfir öll færnisvið: lestur, ritun, ræðu og hlustun bæði í gegnum vinnu á námsefni og með margmiðlunartækni.
- Einnig er áhersla á að efla menningarlæsi og fjölmenningarmeðvitund nemenda í áfanganum auk þessa að efla meðvitund þeirra um eigin menningu.
- Nemendur þjálfast í samskiptatækni bæði við nemendur í eigin skóla og erlendum skólum auk þess sem verkefni sem tekin eru fyrir í áfanganum efla félags- og borgaravitund nemendanna.
- Enn fremur munu nemendur í þessum áfanga fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og vinna stórt rannsóknarverkefni í tengslum við ákveðna ferð eða alþjóðlegt verkefni.
- Inntak og efni þess getur verið breytilegt á milli ára.
- Í heimsóknum sínum til annarra landa er nemendum gert að halda utanum allt það kynningarefni sem þeir fá og setja í þar til gerða safnmöppu (portfolio). Þær upplýsingar nota þeir síðar við gerð rannsóknarverkefnis síns.
- Loks munu nemendur kynna fyrir samnemendum og kennurum þau lönd og menningu þeirra sem þau hafa heimsótt í náminu.
Byggir á ástundun og virkni í tímum og á meðan á samskiptunum stendur auk safnmöppu. Einnig eru nokkur verkefni sem metin eru til einkunna og lokaverkefnið vegur þar þyngst.
Hæfni á 2. – 3. þrepi í félagsvísindagreinum og erlendum tungumálum.
Mismunandi menningarheimum, málnotkun og áherslum í samskiptum við fólk frá öðrum löndum og menningarsvæðum.
Að beita erlendu tungumáli í samskiptum sínum við nemendur/einstaklinga frá öðrum löndum.
Styrk-og veikleikum sínum í samskiptum á erlendu tungumáli gegnum vinnu í samvinnuverkefnum.
Hlutverki samvinnu á jafninga grundvelli í samvinnuverkefnum.
Mikilvægi menningar-og borgaravitundar í samskiptum í alþjóðlegu umhverfi.
Mikilvægi samskiptatækni í miðlun upplýsinga milli landa.
Ólíkum venjum og siðum þegar kemur að samskiptum á milli menningarsvæða.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Vinna með jafningjum af öðru þjóðerni að sameiginlegu verkefni á erlendu samskiptamáli.
Nota fjölbreyttan orðaforða í erlendu tungumáli í samvinnuverkefnum.
Gera grein fyrir niðurstöðum verkefna í ræðu og riti á því tungumáli sem notað er sem samskiptamál í verkefninu.
Fræðast um annað land, samfélag og aðstæður, bæði sem einstaklingur og í hópi.
Vera góður fulltrúi eigin lands og skóla, bæði heima og erlendis.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Virða menningarmun / ólíka menningarheima og samfélög.
Laga sig að ólíkum aðstæðum í alþjóðlegum samskiptum.
Beita sjálfstæðum vinnubrögðum í einstaklings- og hópverkefnum með erlendum jafningjum sem krefjast góðrar tungumálakunnáttu í samskiptamálinu.
Njóta upplifunar í erlendu landi bæði sem einstaklingur á heimilum gestgjafa og sem hluti af hóp.
Nýta upplýsingatækni og margmiðlun til að efla samskipti og samvinnu við nemendur í öðrum löndum.
Takast á við frekara nám hérlendis sem og erlendis.
Sjá menntun sína í alþjóðlegu samhengi.
Vinna sjálfstæða heimildaritgerð, þ.e. leita heimilda, setja upp heimildaskrá, nota tilvitnanir og gera grein fyrir þeim og vinna úr upplýsingum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: