MAR103

Í kennslunni er farið yfir grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði og fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er farið í mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi, afstöðu fyrirtækja til markaðarins, rekstrar – og samkeppnisumhverfi, markaðshlutun,…

Í kennslunni er farið yfir grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði og fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er farið í mikilvægi markaðsstarfs í síbreytilegu umhverfi, afstöðu fyrirtækja til markaðarins, rekstrar – og samkeppnisumhverfi, markaðshlutun, val markhópa, staðfærslu, vöruþróun, líftíma vöru, vöruhugtakið, verðlagningu, kynningarmál, ímynd fyrirtækja og markaðsáætlanir. Farið er yfir grundvallaratriði markaðsrannsókna og gerð skoðanakannana kynnt.

Lokapróf 50% Verkefni 30% Skyndipróf 10% Ástundun 10%.

  • Að nemendur læri undirstöðuatriði við stjórnun og skipulagningu markaðsaðgerða.

  • – Fyrirlestrar – verkefnavinna – nemendur vinna einstaklings – eða hópverkefni tengt hverjum kafla og flytja frammi fyrir bekknum. Á félagsfræðibraut er unnið stórt verkefni þar sem að nemendur gera markaðsáætlun.