MAR203

Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Meginviðfangsefni áfangans er að kynna fyrir nemendum gerð markaðsáætlana ásamt tilhögun og framkvæmd markaðsrannsóknum. Farið verður ítarlega í gerð markaðsáætlana og er það megin uppistaðan í vinnu nemenda yfir önnina. Í markaðsrannsóknum verður farið yfir…

Lýsing á áfanga og kennsluháttum: Meginviðfangsefni áfangans er að kynna fyrir nemendum gerð markaðsáætlana ásamt tilhögun og framkvæmd markaðsrannsóknum. Farið verður ítarlega í gerð markaðsáætlana og er það megin uppistaðan í vinnu nemenda yfir önnina. Í markaðsrannsóknum verður farið yfir gagnasöfnun, gagnagreiningu og úrvinnslu þeirra. Lögð er áhersla á vandaða skýrslugerð nemenda og að þeir kynni niðurstöður sínar samnemendum sínum. Einnig er farið yfir helstu aðferðir við verðlagningu vöru og þjónustu, ásamt því að fjalla um helstu kynningar og dreifileiðir. Kennsla fer að mestu fram í tengslum við verkefnavinnu nemenda auk stuttra fyrirlestra.

Megin uppistaðan í námsmatinu er verkefnavinna í tengslum við gerð markaðsáætlunar. Áfanganaum lýkur með lokaprófi.

  • Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

    • Beita hugtökum áfangans í starfi.
    • Heimfæra hugmyndir markaðsfræðinnar á eigið líf.
    • Geta nýtt hæfni sína til frekara náms.
    • Geta nýtt hæfni sína í starfi.
    • Geta unnið raunhæf verkefni varðandi markaðsmál.
    • Vinna sjálfstætt og í hóp að viðamiklum verkefnum.
    • Geti gert einfalda markaðsrannsókn.
    • Geti gagnrýnt og metið eigin vinnubrögð í viðamiklum verkefnum.
    • Geti unnið raunhæfa markaðsáætlun hvort sem er í starfi eða frekara námi.