MARK1GA03

Markaðsfræði verslana

  • Einingar3

Farið er í undirstöðuatriði markaðsfræðinnar og fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til þess að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er fjallað um rekstrar- og samkeppnisumhverfi og fjallað um hvernig fyrirtæki geta brugðist við þeim breytingum sem eiga sér stað…

Farið er í undirstöðuatriði markaðsfræðinnar og fjallað um hvernig hugmyndafræðin er notuð til þess að markaðssetja vörur og þjónustu. Sérstaklega er fjallað um rekstrar- og samkeppnisumhverfi og fjallað um hvernig fyrirtæki geta brugðist við þeim breytingum sem eiga sér stað í alþjóðlegu umhverfi fyrirtækja. Fjallað er um mismundandi aðferðir sem fyrirtæki beita við markaðshlutun og val á markhópum. Einnig er fjallað um kauphegðun neytenda, vörur og vöruþróun, ásamt því að skoða líftíma vöru og vörumerkjastjórnun.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar og þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag.

  • Mismunandi afstöðu fyrirtækja til markaðarins.

  • Söluráðunum; vara, verð, kynning og dreifing.

  • Helstu þáttum í ytra umhverfi fyrirtækja.

  • Helstu hugmyndum um kaupvenjur á neytendamarkaði og fyrirtækjamarkaði.

  • Markhópagreiningu, markaðsmiðun og markaðshlutun.

  • Helstu hugtökum og hugmyndum varðandi vöru, vöruþróun og líftíma vöru.

  • Mörkun og þróun vörumerkja.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita grunnhugtökum markaðsfræðinnar við verkefnavinnu.

  • Ræða hugmyndir markaðsfræðinnar.

  • Koma þekkingu sinni varðandi markaðstengd viðfangsefni á framfæri.

  • Geta leyst raunhæf verkefni (case) í markaðsfræði.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Beita hugtökum markaðsfræðinnar í starfi.

  • Meta siðferðileg álitamál sem varða markaðssetningu.

  • Heimfæra hugmyndir markaðsfræðinnar á eigið líf.

  • Nýta hæfni sína til starfa við einföld markaðsmál.

  • Gera markhópagreiningu fyrir einstakar vörur.

  • Miðla vitneskju sinni um markaðsmál til annarra.