Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Markaðsfræði verslana
Byrjað er á því að skoða sérstaklega markaðssetningu þjónustu. Einnig verður farið í kynningarmál og skoðaðar helstu aðferðir við að koma vörum á framfæri með fjölbreyttum aðferðum, bæði fjölkynningar og bein markaðssetning. Skoðaðar verða helstu dreifileiðir fyrirtækja og hvernig fyrirtæki…
Byrjað er á því að skoða sérstaklega markaðssetningu þjónustu. Einnig verður farið í kynningarmál og skoðaðar helstu aðferðir við að koma vörum á framfæri með fjölbreyttum aðferðum, bæði fjölkynningar og bein markaðssetning. Skoðaðar verða helstu dreifileiðir fyrirtækja og hvernig fyrirtæki koma vörum sínum á markað. Sérstaklega er farið i stafræna markaðssetningu, mikilvægi og framkvæmd hennar.
MARK1GA03.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu leiðum við markaðssetningu þjónustu.
Helstu kynningarleiðum og mikilvægi kynningarmála.
Stjórnun dreifileiða.
Mikilvægi og helstu leiðum í stafrænni markaðssetningu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita grunnhugtökum markaðsfræðinnar við verkefnavinnu.
Koma þekkingu sinni varðandi markaðstengd viðfangsefni á framfæri.
Geta leyst raunhæf verkefni (case) í markaðsfræði.
Finna út hagkvæmustu dreifileiðir.
Vinna með stafræna markaðssetningu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Beita hugtökum markaðsfræðinnar í starfi.
Meta siðferðileg álitamál sem varða markaðssetningu.
Heimfæra hugmyndir markaðsfræðinnar á eigið líf.
Nýta sér hæfni sína til frekara náms í markaðsfræði.
Nýta hæfni sína til starfa við einföld markaðsmál.
Geta markhópagreiningu fyrir einstakar vörur.
Miðla vitneskju sinni um markaðsmál til annarra.
Nýta kunnáttu til stafrænnar markaðssetningar.