Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Gagnaöflun og greining
Meginviðfagnsefni áfangans er að kynna fyrir nemendum markaðsrannsóknir og ýmis greiningartól fyrir vefsíður og vefverslanir. Farið verður ítarlega í gerð markaðsrannsókna, gagnasöfnun, gagnagreiningu og úrvinnslu. Einnig læra nemendur á vefgreiningartól eins og Google Analytics og Facebook analytics. Kennsla fer fram…
Áfanginn er símatsáfangi og byggist upp á raunhæfum verkefnum, bæði einstaklings- og hópverkefnum. Lokaverkefni áfangans felst í gerð markaðsrannsóknar og skal niðurstöðum skilað í formi ítarlegrar skýrslu sem kynnt er fyrir kennara, samnemendum og samstarfsfyrirtækjum.
MARK2HN05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Markaðsrannsóknarferlinu og helstu hugtökum tengdum markaðsrannsóknum.
Muninum á eigindlegum og megindlegum rannsóknum.
Helstu markaðsrannsóknaraðferðum og kostum þeirra og takmörkunum.
Hinum ýmsu greiningartólum fyrir vefsíður og vefverslanir.
Hlutverki markaðsrannsókna og vefgreininga í ákvarðanatöku stjórnenda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita helstu hugtökum varðandi markaðsrannsóknir og vefgreiningar við verkefnavinnu.
Nýta tækni og hugbúnað við markaðsrannóknir og vefgreiningar.
Greina hvenær þörf er á upplýsingum, finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt.
Leysa raunhæf verkefni tengd markaðsrannsóknum og vefgreiningu.
Vinna í hóp og þjálfa með sér gagnrýna hugsun.
Koma þekkingu sinni til skila skýrt og skipulega.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
Meta hvaða rannsóknaraðferð á við þegar þörf er á markaðsrannsókn.
Skipuleggja og framkvæma einfaldar rannsóknir.
Vinna úr upplýsingum úr rannsóknum og túlka og meta niðurstöður.
Greina umferð um vefsíður og vefverslanir og hegðun viðskiptavina og meta hvar sé tilefni til úrbóta.
Kynna niðurstöður og tillögur til úrbóta.