Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Listir og menning
Í áfanganum er fjallað um menningarumhverfi samtímans ásamt því að skoða mismunandi stefnur og strauma bæði fyrr og nú. Fjallað er um listgildi samtímans og listkerfi fyrri tíma. Nemendur skoða hvað er list og með hvaða hætti hlutir öðlast merkingu…
Byggir á ástundun nemenda og virkni í tímum sem og verkefnum sem unnin eru yfir önnina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hlutverki og mikilvægi listar í menningarlegu samhengi.
Hugtökum sem notuð eru til að lýsa áhrifamiklum stefnum og straumum tengdum listum og menningu.
Listgildum samtímans og flokkunarkerfi lista fyrri tíma.
Kenningum nokkurra heimspekinga um fagurfræði og listir.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota hugtök lista og menningar í umræðum og skriflegum verkefnum.
Nota aðferðir sjón- og leiklistar í að auka skilning á listum og menningu.
Koma auga á list og menningu í umhverfinu.
Skrásetja og halda utan um eigin hugmyndir.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Leita leiða til að örva sköpunarhæfni.
Njóta lista og menningar.
Vinna verkefni um listir og menningu með fjölbreyttum aðferðum.
Auka skilning á mikilvægi lista og menningar.