Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Í menningarfræði í 6. bekk er fjallað um eingyðistrúarbrögðin gyðingdóm, kristni og íslam. Jafnframt verður kastljósinu beint að Miðausturlöndum og fjallað ítarlega um valin svæði, einkum Egyptaland.
Lokapróf gildir 50% en vinnueinkunn er 50%. Hún er sett saman úr eftirtöldum þáttum: Eitt heimapróf (10%) sem nemendur taka sjálfir á kennsluvefnum webct (eru opin í 45mín á tilteknum tíma), tvö lítil verkefni (10%), umfjöllun um kjörbók (15%) og ástundun og virkni í samræðum/umræðum (5%).
Að nemendur:
auki með sér skilning á fjölbreytileika ólíkra samfélaga
geti gert sér grein fyrir hlutverki menningarlegra og félagslegra þátta í mótun einstaklinga og samfélaga. Í þessu samhengi verður sérstakri athygli beint að trúarbrögðum
auki þekkingu sína á völdum þjóðum utan Evrópu og geri sér grein fyrir helstu þáttum í menningu þeirra
öðlist aukna færni til að afla sér upplýsinga úr ólíkum miðlum, vinna úr þeim og skila til annarra
auki hæfni til að setja fram skoðanir sínar, taka þátt í rökræðum og túlka ólík sjónarmið
efli með sér hæfni til sjálfstæðis í hugsun og vinnubrögðum sem og samstarfs
þjálfist í að meta umhverfi sitt og eigin hugmyndir á uppbyggilegan hátt í krafti þekkingar og skarprar hugsunar
Margvíslegum aðferðum er beitt til að ná settum markmiðum. Kennsla fer meðal annars fram með fyrirlestrum, þar sem kennari kynnir viðfangsefni og leggur út af því, og notar til þess glærur, kort og myndefni. Ýmiss konar verkefnavinna nemenda (fyrirlestrar og framsöguerindi þar með talin) og samræða samkvæmt leiðbeiningum kennara eru mikilvægur hluti námsins.
a. Islam. b. Búddismi. c. Mið-Austurlönd. d. Íran-Írak. e. Norður-Kórea. f. Egyptaland og arabíska vorið. g. Speki Konfúsíusar.