MENN3MS05

Menning og samfélag

  • Einingar5

Í áfanganum eru grunnþættirnir sex lagðir til grundvallar. Þeir mynda nokkurs konar rauðan þráð í námskeiðinu og verða ólík menningarsamfélög og –heimar skoðuð og greind út frá þeim. Í áfanganum kynnast nemendur m.a. menningu og trúarbrögðum Asíu og Austurlanda nær.…

  • Í áfanganum eru grunnþættirnir sex lagðir til grundvallar.
  • Þeir mynda nokkurs konar rauðan þráð í námskeiðinu og verða ólík menningarsamfélög og –heimar skoðuð og greind út frá þeim.
  • Í áfanganum kynnast nemendur m.a. menningu og trúarbrögðum Asíu og Austurlanda nær.
  • Sérstök áhersla verður lögð á að nemendur kynnist bókmenntum, samfélagi, stjórnmálum og menningu í víðum skilningi.
  • Nemendur læra að tileinka sér helstu kenningar og aðferðir innan menningarfræða í þeim tilgangi að vera betur læs á ólíka menningarheima og –samfélög.
  • Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nýta sér upplýsingtæknina í náminu.

Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og skriflegu hlutaprófi í lokin.

MENN2MS05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu kenningum og nálgunum innan menningar- og trúarbragðafræða.

  • Ólíkum aðferðum, jafnt eigindlegum og megindlegum.

  • Völdum menningarsamfélögum í Asíu og Austurlöndum nær.

  • Siðfræði í tengslum við meðferð gagna og höfundarréttar.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota markvisst helstu kenningar og nálganir innan menningar- og trúarbragðafræða.

  • Miðla efni myndrænt eða í rituðu/töluðu máli.

  • Setja sig inn í ólík menningarsamfélög.

  • Sjá hlutina út frá ólíkum sjónarhornum.

  • Taka gagnrýna afstöðu til upplýsinga, stofnana samfélagsins og hvers kyns fjölmiðlaumfjöllunar.

  • Gera sér grein fyrir hlutverki menningarlegra og félagslegra þátta í mótun einstaklinga og samfélaga.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Setja fram skoðanir sínar, taka þátt í rökræðum og túlka ólík sjónarmið á fordómalausan en gagnrýninn hátt.

  • Efla með sér hæfni til sjálfstæðis í hugsun og vinnubrögðum sem og samstarfs.

  • Meta umhverfi sitt og eigin hugmyndir á uppbyggilegan hátt í krafti þekkingar og skarprar hugsunar.

  • Átta sig á mikilvægi menningarlæsis í tengslum við alþjóðasamskipti.

  • Efla með sér menningarnæmi.

  • Átta sig á gagnvirkum tengslum menningar og einstaklings.

  • Vera fær um að tengja grunnþættina sex við námsefni áfangans.

  • Vinna með heimildir eftir viðteknum venjum þar að lútandi og virða höfundarétt í vinnu með gögn af ýmsum toga.

  • Vinna með hvers kyns gögn og upplýsingar, móta þau og miðla til annarra.

  • Vinna sjálfstætt að verkefnum.