NÁT103

Áhersla er lögð á að veita nemendum almenna heildarmynd af ýmsum mikilvægum þáttum sem líffræðin fjallar um, svo sem almennum einkennum lífvera, umhverfisfræði, mannslíkamann, æxlun, erfðir og líftækni.

Áhersla er lögð á að veita nemendum almenna heildarmynd af ýmsum mikilvægum þáttum sem líffræðin fjallar um, svo sem almennum einkennum lífvera, umhverfisfræði, mannslíkamann, æxlun, erfðir og líftækni.

Skriflegt lokapróf í lok annar gildir 70%. Áfangapróf, heimaverkefni o.fl. gilda 30%. Til að vinnueinkunn reiknist inn í lokaeinkunn þarf nemandi að hafa leyst 45% lokaprófsins rétt.

  • Markmið áfangans er að veita nemendum þekkingu á lífverum jarðar. Áhersla er lögð á flokkun lífvera, umhverfisfræði, efðir, erfðaefnið, lífeðlisfræði mannslíkamans, æxlun og efnasamsetningu lífvera.

  • Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum með fyrirlestrum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Helstu hjálpartæki eru t.d. myndbönd og litskyggnur. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu, en þar er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni. Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit (t.d. Excel) við úrvinnslu niðurstaðna. Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum. Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi og tölfræðilegri úrvinnslu gagna í verklegum tilraunum.

  • Almenn einkenni, nafngiftir, flokkun og fjölbreytni lífvera (veirur, bakteríur, frumverur, skordýr, hryggdýr og fræplöntur). Fruman, lífræn efni, vefir, líffæri, líffærakerfi, næringarforði lífvera og orkuvinnsla. Mannslíkaminn: melting, öndun, blóðrásarkerfi, húðin, lifur, nýru, taugakerfið, sjón, heyrn og beinagrindin. Æxlun: kyn- og kynlaus æxlun, frumuskipting, æxlunarkerfi manna, kynfrumur. Erfðir: litningar, gen, meginlögmál erfðafræðinnar, erfðir manna. Kjarnsýrur og prótín, eftirmyndun DKS, prótínmyndun, erfðatækni og siðferðisleg vandamál. Lífverur og umhverfi þeirra: (fæðutengsl, stofnar, áhrif manna á umhverfi sitt og ástand umhverfismála á Íslandi).