Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Eðlisfræði og jarðfræði
Grunnáfangi í jarðfræði þar sem fram fer kynning á viðfangsefnum jarðfræðinnar. Farið er yfir grunnhugtök í tenglsum við jarðfræðileg ferli og áhrif mannsins á þau. Einnig er farið í grunnatriði í eðlisfræði.
Námsmatið samanstendur af lokaprófi, kaflaprófum, fjölbreyttum verkefnum, fyrirlestrum, ritgerðum, veggspjöldum, myndböndum, vettvangsferðum og verklegum æfingum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnlögmálum jarðfræðinnar og þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar.
Umhverfi sínu og þeim landmótunarferlum sem stjórnast af innrænum og útrænum öflum.
Hugtökunum sjálfbærni og sjálfbærri þróun í tengslum við nýtingu náttúruauðlinda.
Lofthjúpnum og loftslagsbreytingum.
Eðli vatns og hringrás vatns á jörðinni.
Hreyfingu hluta, stöðuorku og áhrifum þyngdaraflsins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja fram og túlka einfaldar myndir, kort og gröf.
Nota gögn og heimildir í raunvísindum.
Tengja við ferli í náttúrunni, hringrásir og lögmál.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar.
Skilja mikilvægi þessa að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu.
Gera sér grein fyrir ógnum í náttúrunni og viðbrögðum við þeim.
Útskýra og ræða um sjálfbærni, sjálfbæra þróun, náttúru, umhverfi, heilbrigði og velferð á lýðræðislegan og fordómalausan hátt.
Tengja þætti jarðfræðinnar við daglegt líf, eigið heilbrigði og umhverfi.
Lesa landfræðilegar upplýsingar úr kortum.
Lýsa hreyfingu hluta og áhrifum þyngdaraflsins.