Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum. Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu. Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti…
Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum. Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu. Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti skólans og í verkefnahefti. Í áfanganum er sögð áhersla á það hvernig eigi að hugsa eins og hagfræðingur, hlutverk líkanasmíði í hagfræði, mikilvægi viðskipta, framboð og eftirspurn, áhrif stjórnvaldsaðgerða á markaði, teygnihugtaksins og kostnaðargreiningu.
Lokapróf 70%. Skyndiprof 20% Verkefni og ástundun 10% Nemendur þurfa að ná 4,0 á lokaprófi til að standast áfangann.
Þekkingarviðmið Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:
Leikniviðmið Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
Hæfniviðmið Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Kenndir eru fjórir tímar á viku, 60 mínútur hver. Kennsla fer fram í formi fyrirlestra, dæmatíma og verkefnavinnu. Mikið er lagt upp úr sjálfstæðri vinnu nemenda og agaðra vinnubragða.
10 grunnatriði hagfræðinnar, úthlutun takmarkaðra framleiðsluþátta, valkvölin, fórnarkostnaðarhugtakið, að hugsa á jaðrinum, hvernig hvatar hafa áhrif á þankaganginn, hagkvæmni viðskipa, hvers vegna markaðir eru hagkvæm en ekki fullkomin leið til úthlutunar gæða, algjörir-hlutfallslegir yfirburðir, hin vísindalega aðferðafræði, líkanasmíð í hagfræði, framboð og eftirspurn, verðteygni, tekjuteygni, víxlteygni, áhrif pólitískra ákvarðana á hagvæmni markaðarins s.s. setning hámarks/lágmarksverðs, skattlagning. Kostnaðarhugtök, frá sjónarhóli hagfræðingsins annars vegar og bókararns hins vegar. Heildar-og einingarkostnaður, fastur og breytilegur, jaðarkostnaður. Lágmörkun kostnaðar.