REK323

REK 323 er námskeið sem miðar að því að efla skilning nemenda á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Fjallað er um lögmál efnahagslífsins, mismunandi starfssvið og mikilvægi jákvæðra samskipta. Nemendur þróa viðskiptahugmynd og framkvæma nauðsynlegan undirbúning fyrir stofnun fyrirtækis. Nemendur fjármagna stofnunina með…

REK 323 er námskeið sem miðar að því að efla skilning nemenda á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Fjallað er um lögmál efnahagslífsins, mismunandi starfssvið og mikilvægi jákvæðra samskipta. Nemendur þróa viðskiptahugmynd og framkvæma nauðsynlegan undirbúning fyrir stofnun fyrirtækis. Nemendur fjármagna stofnunina með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun. Henni er hrint í framkvæmd og fyrirtækið síðan gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins. Framkvæmdin er höfð eins raunveruleg og kostur er. Höndlað er með peninga og nemendum veitt ábyrgð til mikilvægrar ákvarðanatöku.

Nemendur framkvæma og læra:

  • Þróun viðskiptahugmyndar.
  • Að sækja um og ráða í stöður í eigin fyrirtæki.
  • Gerð viðskiptaáætlunar, markmiðasetningu, markaðsmál, fjármál og starfmannamál.
  • Að fjármagna eigin rekstur með sölu hlutabréfa.
  • Um siðferði, samvinnu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku.

Námsmat er 100% verkefnavinna.

  • Nemendur öðlist þekkingu í:

    • Gerð einfaldra rekstrarreikninga ?gerð einfaldra efnahagsreikninga
    • Einföldum arðsemisútreikningum
    • Helstu þáttum er varða starfsmannamál
    • Gerð auglýsinga- og kynningaráætlana
    • Helstu rekstrarforma fyrirtækja

    Nemendur öðlist leikni í:

    • Að koma auga á viðskiptatækifæri
    • Að þróa hugmynd að vöru/þjónustu eða uppfinningu
    • Að velja á milli mismunandi viðskiptahugmynda
    • Að gera einfalda markaðsáætlun
    • Vinnuaðferðum við stefnumótun og markmiðssetningu

    Nemendur öðlist hæfni í að:

    • Gera einfalda viðskiptaáætlun
    • Undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni
    • Starfa í hóp sem meðal annars felur í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku
    • Stofna og reka lítið fyrirtæki

  • Áfanginn er að mestu verklegur, byggður upp á einu stóru verkefni sem nemendur vinna í sameiningu. Fyrirlestrar og ráðgjöf af hálfu kennara og annarra gesta. 4 Kennslutímar á viku, 60 mínútur í senn.