REKH2HD05

Rekstrarhagfræði, hugtök og dæmareikningur

  • Einingar5

Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum. Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu. Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti…

  • Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum.
  • Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu.
  • Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti skólans og í verkefnahefti.
  • Lögð er áhersla á útreikning dæma og að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og geri sér grein fyrir eigin ábyrgð.
  • Lögð er áhersla á að nemendur fylgist með eigin námsframvindu með því að þreyta krossapróf á heimasíðu námsbókar.
  • Í áfanganum er lögð áhersla á það hvernig eigi að hugsa eins og hagfræðingur, hlutverk líkanasmíði í hagfræði og mikilvægi viðskipta.
  • Ýtarlega er farið í framboð og eftirspurn og áhrif stjórnvaldsaðgerða á markaði.
  • Mikilvægi teygnihugtaksins (verð-víxl- og tekjuteygni) sem mælikvarða á næmi markaða er tíundað. Að lokum er farið í ítarlega kostnaðargreiningu.

Á önninni eru þrjú skrifleg kaflapróf (þar af er eitt óundirbúið). Tvær hæstu einkunnirnar gilda. Í lok annar er skriflegt lokapróf. Þá er almenn ástundun metin en hún er byggð á virkni í tímum og heimavinnu.

HAGF1ÞF05, BÓKF1BR05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hvernig eigi að hugsa eins og hagfræðingur.

  • Átta helstu hugtökum hagfræðinnar.

  • Hlutverki líkanasmíði í hagfræði.

  • Helstu markaðslögmálum og áhrifum stjórnvaldsaðgerða á markaði svo sem skattlagningu, styrkveitingar, setningu hámarks/lágmarksverðs.

  • Teygnihugtakinu almennt og helstu tegundum teygni.

  • Tekju- og jaðartekjuhugtakinu og tengingunni við verðteygni.

  • Kostnaðargreiningu og mismunandi kostnaðarhugtökum.

  • Mikilvægi stærðfræði við lausn hagfræðilegara viðfangsefna.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Reikna jafnvægisverð og magn á mismunandi tegundum markaða.

  • Reikna verðteygni, víxlteygni og tekjuteygni út frá bilteygnisaðferð og punktteygnisaðferð.

  • Reikna hvernig skattlagning/styrkveiting hins opinbera leggst á neytendur og framleiðendur óháð því hver greiðir skattinn/fær styrkinn.

  • Nota diffrun, þegar við á, við lausn hámörkunar- og lágmörkunarvandamála.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Meta verðmæti út frá sjónarhóli hagfræðingsins sem byggir ekki aðeins á kostnaðargreiningu fyrirtækja heldur geti nemandi tekið skynsamar ákvarðarnir í eigin lífi út frá fórnarkostnaði mismunandi valkosta.

  • Meta forsendur fyrir verðbreytingum á markaði.

  • Nota teygnihugtakið við greiningu á næmi eftirspurnar og hafi þannig forsendur til þess að meta áhrif verðbreytinga á tekjur fyrirtækis.

  • Sundurliða og greina kostnað við framleiðslu vöru eða þjónustu.

  • Geta metið kosti og galla stjórnvaldsaðgerða út frá skilvirkni markaða (verðmætasköpun) annars vegar og jöfnuði hins vegar.

  • Lesa erlendar fræðibækur á háskólastigi á ensku, einkum hagfræðitengdar fræðibækur.