REKH3MÚ05

Rekstrarhagfræði, markaðsform og útreikningar

  • Einingar5

Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum. Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu. Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti…

  • Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum.
  • Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu.
  • Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti skólans og í verkefnahefti.
  • Lögð er áhersla á útreikning dæma og að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og geri sér grein fyrir eigin ábyrgð.
  • Lögð er áhersla á að nemendur fylgist með eigin námsframvindu með því að þreyta krossapróf á heimasíðu námsbókar.
  • Þessi áfangi miðar að því að auka skilning nemenda á því viðskiptaumhverfi sem hann lifir og hrærist í svo að hann geti lagt mat á þá áhrifaþætti sem hafa áhrif verðmyndun þeirra vöru sem hann kaupir dags daglega.
  • Í áfanganum er farið í öll helstu markaðsformin og skoðað hvernig þau eru grundvöllur verðlagningarinnar.
  • Markaðsformin eru skoðuð út frá samkeppni, skilvirkni og eðli vörunnar.
  • Áhersla er lögð á hvernig fyrirtæki á þessum mörkuðum fara að til þess að hámarka hagnað sinn í margbreytilegu umhverfi.
  • Lögð er áhersla á fræðilegt inntak námsins en ávallt er stutt í beina tengingu við raunhagkerfið.

Á önninni eru 3 kaflapróf (þar af er eitt óundirbúið). Mat á almennri ástundun sem byggist á virkni í tímum og heimavinnu. Skriflegt lokapróf í lok annar.

HAGF1ÞF05 og REKH2HD05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Markaðsformunum, skilgreiningu og einkennum þeirra.

  • Framboðskúrum til skamms/langs tíma og hvenær beri að stöðva framleiðslu tímabundið eða hverfa af markaði.

  • Hvaða þættir geta stuðlað að einokun/fákeppni á markaði.

  • Velferðartapi og hvernig það myndast.

  • Hvernig verðaðgreining getur aukið hagnað fyrirtækis.

  • Tilhneigingunni til þess að auka hagnað með verðsamráði og samtökum (e. Cartel).

  • Stjórnvaldsaðgerðum sem beita má til þess að örva samkeppni.

  • Hvernig nota má leikjafræði (e. Game theory) til þess skýra hegðun fyrirtækja á fákeppnismarkaði.

  • Helstu kostum/ókostum auglýsinga frá sjónarhóli neytenda/seljenda.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Reikna hagkvæmasta verð og magn miðað við mismunandi markaðsform, markaðsaðstæður og kostnaðarskipan.

  • Greina jafnvægisástand á markaði með/án brottfalli/innkomu fyrirtækja.

  • Reikna o-punkt(a), lágmarksverð til skamms/langs tíma fyrir stöðvun/lokun fyrirtækis og lágmörkun kostnaðar m.v. mismunandi markaðsform.

  • Sýna fram á hvernig auka má hagnað fyrirtækis með verðaðgreiningu.

  • Meta velferðartap og neytenda/ framleiðendaábata á grundvelli mismunandi markaðsforma.

  • Nota diffrun, þegar á við, við lausn hámörkunar- og lágmörkunarvandamála.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Greina á hvaða markaði tiltekið fyrirtæki starfar og geti metið þau markaðsöfl, leikreglur og samkeppni sem skýra verðstefnu og hegðun þess á markaði.

  • Meta áhrif aðgerða samkeppnisyfirvalda á mismunandi mörkuðum.

  • Meta hvenær fyrirtæki beitir verðaðgreiningu og hvað býr að baki verðstefnunni.

  • Lesa/skilja erlendar fréttaveitur á sviði viðskipta.

  • Kunna að notfæra sér hagfræðilíkön til að greina hagfræðileg vandamál.