Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Rekstrarhagfræði, markaðsform og útreikningar
Kennslan er byggð á fyrirlestrum, umræðum og dæmatímum. Lesefni er að mestu á ensku og er lögð áhersla á að nemandinn geti skilið og tileinkað sér hugtök og efnisatriði á erlenda málinu. Til stuðnings er hjálparefni á íslensku á neti…
Á önninni eru 3 kaflapróf (þar af er eitt óundirbúið). Mat á almennri ástundun sem byggist á virkni í tímum og heimavinnu. Skriflegt lokapróf í lok annar.
HAGF1ÞF05 og REKH2HD05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Markaðsformunum, skilgreiningu og einkennum þeirra.
Framboðskúrum til skamms/langs tíma og hvenær beri að stöðva framleiðslu tímabundið eða hverfa af markaði.
Hvaða þættir geta stuðlað að einokun/fákeppni á markaði.
Velferðartapi og hvernig það myndast.
Hvernig verðaðgreining getur aukið hagnað fyrirtækis.
Tilhneigingunni til þess að auka hagnað með verðsamráði og samtökum (e. Cartel).
Stjórnvaldsaðgerðum sem beita má til þess að örva samkeppni.
Hvernig nota má leikjafræði (e. Game theory) til þess skýra hegðun fyrirtækja á fákeppnismarkaði.
Helstu kostum/ókostum auglýsinga frá sjónarhóli neytenda/seljenda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Reikna hagkvæmasta verð og magn miðað við mismunandi markaðsform, markaðsaðstæður og kostnaðarskipan.
Greina jafnvægisástand á markaði með/án brottfalli/innkomu fyrirtækja.
Reikna o-punkt(a), lágmarksverð til skamms/langs tíma fyrir stöðvun/lokun fyrirtækis og lágmörkun kostnaðar m.v. mismunandi markaðsform.
Sýna fram á hvernig auka má hagnað fyrirtækis með verðaðgreiningu.
Meta velferðartap og neytenda/ framleiðendaábata á grundvelli mismunandi markaðsforma.
Nota diffrun, þegar á við, við lausn hámörkunar- og lágmörkunarvandamála.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Greina á hvaða markaði tiltekið fyrirtæki starfar og geti metið þau markaðsöfl, leikreglur og samkeppni sem skýra verðstefnu og hegðun þess á markaði.
Meta áhrif aðgerða samkeppnisyfirvalda á mismunandi mörkuðum.
Meta hvenær fyrirtæki beitir verðaðgreiningu og hvað býr að baki verðstefnunni.
Lesa/skilja erlendar fréttaveitur á sviði viðskipta.
Kunna að notfæra sér hagfræðilíkön til að greina hagfræðileg vandamál.