Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Mannkynssaga frá 1918
Viðfangsefni áfangans er mannkyns- og Íslandssaga frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Áhersluþættir eru staða Íslands í alþjóðasamfélaginu, kynþáttafordómar og jafnrétti, þjóðríkið, milliríkjasamtök og yfirþjóðlegar stofnanir, alþjóðleg samvinna, jöfn og misjöfn skipting lífsgæða, kosningar og kosningafyrirkomulag, stríð, byltingar og þjóðernishreinsanir. Mikil áhersla…
Saga2MS05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til frekara náms í greininni.
Nauðsyn faglegrar og fræðilegrar umræðu í námi og starfi.
Þeim hugmyndum sem mótað hafa viðhorf fólks til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina fjölbreytt orsakasamhengi.
Taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu.
Skipuleggja tíma sinn á raunhæfan hátt.
Vinna sjálfstætt við skapandi rannsóknarvinnu.
Skrifa fræðilegan texta.
Beita upplýsingatækni við þekkingarleit.
Beita öguðum, faglegum og siðferðilega réttmætum vinnubrögðum.
Beita gagnrýnni hugsun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Meta heimildir og rannsóknagögn á gagnrýninn hátt og setja fram rökstuddar tilgátur um viðfangsefni.
Setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum.
Beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám.
Nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt.
Beita því verklagi sem hæfir rannsókn eða lausn verkefna og álitaefna hverju sinni.
Setja fram rökstuddar hugmyndir um viðfangsefni greinar.
Móta og skilgreina fagleg viðhorf sín til viðfangsefna viðkomandi greinar.
Hefja háskólanám í félags-, mann- og hugvísindum.