SAGA3MH05

Menningar- og samtímasaga

  • Einingar5

Áfanginn fjallar um sögu síðustu áratuga ásamt því að farið er í valda þætti menningarsögu. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu. Verkefnin felast í rituðu máli (heimildaritgerð) og skriflegum verkefnum þar sem tekin…

  • Áfanginn fjallar um sögu síðustu áratuga ásamt því að farið er í valda þætti menningarsögu.
  • Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu.
  • Verkefnin felast í rituðu máli (heimildaritgerð) og skriflegum verkefnum þar sem tekin er sjálfstæð afstaða til fyrirliggjandi námsefnis, hóp- og paraframsöguverkefnum, stuttmyndum, heimasíðum og útvarpsþáttum.
  • Í mörgum tilvikum velja nemendur sjálfir heppilegasta framsetningarmátann, miðað við efnið sem gera á skil.

Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn hefur meira vægi og er að mestu gefin út frá mati á verkefnum (stórum og smáum), mati á viðhorfum og virkni í námi og mögulega annarprófi.

Saga2MS05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til frekara náms í greininni.

  • Nauðsyn faglegrar og fræðilegrar umræðu í námi og starfi.

  • Þeim hugmyndum sem mótað hafa viðhorf fólks til jafnréttis, lýðræðis og mannréttinda.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina fjölbreytt orsakasamhengi.

  • Taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu.

  • Skipuleggja tíma sinn á raunhæfan hátt.

  • Vinna sjálfstætt við skapandi rannsóknarvinnu.

  • Skrifa fræðilegan texta.

  • Beita upplýsingatækni við þekkingarleit.

  • Beita öguðum, faglegum og siðferðilega réttmætum vinnubrögðum.

  • Beita gagnrýnni hugsun.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Meta heimildir og rannsóknagögn á gagnrýninn hátt og setja fram rökstuddar tilgátur um viðfangsefni.

  • Setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum.

  • Beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám.

  • Nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt.

  • Beita því verklagi sem hæfir rannsókn eða lausn verkefna og álitaefna hverju sinni.

  • Setja fram rökstuddar hugmyndir um viðfangsefni greinar.

  • Móta og skilgreina fagleg viðhorf sín til viðfangsefna viðkomandi greinar.

  • Hefja háskólanám í félags-, mann- og hugvísindum.