SAGA3MR05

Fornöldin og upphaf miðalda

  • Einingar5

Áfanginn fjallar um fornöldina og upphaf miðalda. Byrjað er á upphafi mannsins  og endað á þjóðflutningunum miklu. Skoðað er upphaf menningarsamfélaga, svo sem Súmera í Mesopótamíu og framlag þeirra til menningar samtímans. Einnig er er Egyptaland skoðað nákvæmlega, ekki síst …

  • Áfanginn fjallar um fornöldina og upphaf miðalda. Byrjað er á upphafi mannsins  og endað á þjóðflutningunum miklu. Skoðað er upphaf menningarsamfélaga, svo sem Súmera í Mesopótamíu og framlag þeirra til menningar samtímans. Einnig er er Egyptaland skoðað nákvæmlega, ekki síst  byggingarlist þeirra.
  • Aðaláherslan hvílir á menningu Grikkja og Rómverja og skoðuð áhrif þeirra á þjóðirnar sem búa umhverfis Miðjarðarhaf. Útþensla Rómaveldis og áhrif þeirra á þær þjóðir sem þeir réðu yfir. Hvernig þessi fyrstu menningarsamfélög tengjast og hvernig þau hafa áhrif á nútimasögu og vestræna menningu. Mikil áhersla hvílir á lýðræði, heimspeki, menningu og listum.
  • Upphaf miðalda er einnig umfjöllunarefni áfangans. Fjallað er um upphaf miðalda og hvernig þjóðflutningaþjóðirnar hafa mótað Evrópulönd nútímans.

SAGA3MS05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu atburðum, þjóðum og persónum fornaldar og hvernig fyrstu menningarsamfélögin urðu til.  

  • Áhrifum Grikkja og Rómverja á vestræna hugsun. 

  • Margskonar arfleifð Evrópubúa, svo sem lýðræði, heimspeki, menningu, listum og bókmenntum. 

  • Hvers vegna fornaldarþjóðirnar líða undir lok.  

  • Þeim skilum sem verða við lok fornaldar og upphafi miðalda og hvaða áhrif þau hafa á hugsunarhátt Evrópubúa.   

  • Helstu þjóðfutningaþjóðum Evrópu og áhrifum þeirra á álfuna.   

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa frumheimildir og greina fjölbreytt orsakasamhengi. 

  • Afla heimilda um tiltekin efni. 

  • Lesa og túlka kort, myndir og texta. 

  • Vinna sjálfstætt við skapandi rannsóknarvinnu. 

  • Beita gagnrýnni hugsun.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Meta heimildir og frumtexta á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.

  • Setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum á gagnrýninn hátt.

  • Beita því verklagi sem hæfir rannsókn eða lausn verkefna og álitaefna hverju sinni. 

  • Skilja tengingu nútímasamfélaga við samfélög forn- og miðalda. 

  • Hefja háskólanám í félags-, mann- og hugvísindum.