SAGA3MR05
Fornöldin og upphaf miðalda
- Einingar5
Áfanginn fjallar um fornöldina og upphaf miðalda. Byrjað er á upphafi mannsins og endað á þjóðflutningunum miklu. Skoðað er upphaf menningarsamfélaga, svo sem Súmera í Mesopótamíu og framlag þeirra til menningar samtímans. Einnig er er Egyptaland skoðað nákvæmlega, ekki síst …
- Áfanginn fjallar um fornöldina og upphaf miðalda. Byrjað er á upphafi mannsins og endað á þjóðflutningunum miklu. Skoðað er upphaf menningarsamfélaga, svo sem Súmera í Mesopótamíu og framlag þeirra til menningar samtímans. Einnig er er Egyptaland skoðað nákvæmlega, ekki síst byggingarlist þeirra.
- Aðaláherslan hvílir á menningu Grikkja og Rómverja og skoðuð áhrif þeirra á þjóðirnar sem búa umhverfis Miðjarðarhaf. Útþensla Rómaveldis og áhrif þeirra á þær þjóðir sem þeir réðu yfir. Hvernig þessi fyrstu menningarsamfélög tengjast og hvernig þau hafa áhrif á nútimasögu og vestræna menningu. Mikil áhersla hvílir á lýðræði, heimspeki, menningu og listum.
- Upphaf miðalda er einnig umfjöllunarefni áfangans. Fjallað er um upphaf miðalda og hvernig þjóðflutningaþjóðirnar hafa mótað Evrópulönd nútímans.
SAGA3MS05.
Helstu atburðum, þjóðum og persónum fornaldar og hvernig fyrstu menningarsamfélögin urðu til.
Áhrifum Grikkja og Rómverja á vestræna hugsun.
Margskonar arfleifð Evrópubúa, svo sem lýðræði, heimspeki, menningu, listum og bókmenntum.
Hvers vegna fornaldarþjóðirnar líða undir lok.
Þeim skilum sem verða við lok fornaldar og upphafi miðalda og hvaða áhrif þau hafa á hugsunarhátt Evrópubúa.
Helstu þjóðfutningaþjóðum Evrópu og áhrifum þeirra á álfuna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Lesa frumheimildir og greina fjölbreytt orsakasamhengi.
Afla heimilda um tiltekin efni.
Lesa og túlka kort, myndir og texta.
Vinna sjálfstætt við skapandi rannsóknarvinnu.
Beita gagnrýnni hugsun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meta heimildir og frumtexta á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.
Setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum á gagnrýninn hátt.
Beita því verklagi sem hæfir rannsókn eða lausn verkefna og álitaefna hverju sinni.
Skilja tengingu nútímasamfélaga við samfélög forn- og miðalda.
Hefja háskólanám í félags-, mann- og hugvísindum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: