SÁLF2GR05
Inngangur að sálfræði
- Einingar5
Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði. Nemendur kynnast fræðigreininni sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar sem og undirgreinar. Farið er í hvað einkennir geðheilsu almennt og hverjar algengustu geð- og persónuleikaraskanir eru og meðferðir við þeim. Fjallað…
- Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði.
- Nemendur kynnast fræðigreininni sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun.
- Helstu sálfræðistefnur eru kynntar sem og undirgreinar.
- Farið er í hvað einkennir geðheilsu almennt og hverjar algengustu geð- og persónuleikaraskanir eru og meðferðir við þeim.
- Fjallað er um námssálfræði og hagnýtingu hennar.
- Þá læra nemendur um minni, líffræðilegar undirstöður hegðunar og samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga.
- Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar og framkvæma eigin sálfræðirannsókn, vinna úr niðurstöðum og skrifa skýrslu.
Grunnskólapróf.
Helstu grunnhugtökum og stefnum sálfræðinnar og hvernig sálfræði hefur þróast sem fræðigrein.
Starfssviðum sálfræðinga og algengustu undirgreinum, sem og hagnýtingu sálfræði í daglegu lífi.
Geðheilsu og algengustu geð- og persónuleikaröskunum ásamt meðferðum við þeim.
Ólíkum minnisþrepum og minniskerfum.
Líffræðilegum undirstöðum hegðunar, tilfinninga og líðan.
Helstu rannsóknaraðferðum og siðareglum sálfræðinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Afla heimilda um tiltekin efni.
Framkvæma eigin sálfræðirannsókn og skrifa skýrslu um niðurstöðunar samkvæmt viðurkenndum aðferðum APA-kerfis.
Beita gagnrýnni hugsun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meta heimildir og vinna úr þeim.
Setja fram röksemdir fyrir skoðunum sínum á gagnrýninn hátt.
Skilja tengingu mannlegrar hegðunar við hugtök sálfræðinnar.
Hefja háskólanám í félags-, mann- og hugvísindum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: