Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Inngangur að sálfræði
Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði. Nemendur kynnast fræðigreininni sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar sem og undirgreinar. Farið er í hvað einkennir geðheilsu almennt og hverjar algengustu geð- og persónuleikaraskanir eru og meðferðir við þeim. Fjallað…
Grunnskólapróf.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu grunnhugtökum og stefnum sálfræðinnar og hvernig sálfræði hefur þróast sem fræðigrein.
Starfssviðum sálfræðinga og algengustu undirgreinum, sem og hagnýtingu sálfræði í daglegu lífi.
Geðheilsu og algengustu geð- og persónuleikaröskunum ásamt meðferðum við þeim.
Ólíkum minnisþrepum og minniskerfum.
Líffræðilegum undirstöðum hegðunar, tilfinninga og líðan.
Helstu rannsóknaraðferðum og siðareglum sálfræðinnar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Afla heimilda um tiltekin efni.
Framkvæma eigin sálfræðirannsókn og skrifa skýrslu um niðurstöðunar samkvæmt viðurkenndum aðferðum APA-kerfis.
Beita gagnrýnni hugsun.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Meta heimildir og vinna úr þeim.
Setja fram röksemdir fyrir skoðunum sínum á gagnrýninn hátt.
Skilja tengingu mannlegrar hegðunar við hugtök sálfræðinnar.
Hefja háskólanám í félags-, mann- og hugvísindum.