Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Neytenda sálfræði
Í áfanganum verður farið í sálfræðilegar kenningar á bak við neytendahegðun fólks og skoðaðir hvaða þættir hafa áhrif á hvað fólk velur að kaupa og hvað ekki. Áhersla verður á að skoða hugrænar kenningar sem og kenningar atferlissálfræðinnar og hvað…
Í áfanganum verður farið í sálfræðilegar kenningar á bak við neytendahegðun fólks og skoðaðir hvaða þættir hafa áhrif á hvað fólk velur að kaupa og hvað ekki. Áhersla verður á að skoða hugrænar kenningar sem og kenningar atferlissálfræðinnar og hvað er ólíkt með þeim. Einnig verður farið í áhrif auglýsinga og fortölur á hegðun og viðhorf neytenda.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvernig nota má aðferðir sálfræðinnar til að hafa áhrif á kauphegðun fólks.
Kenningum atferlisstefnunnar um hvernig ytri þættir móta hegðun fólks. Hér verður skoðað hvernig svokallaðar skilyrðingar geta mótað hegðun.
Hugrænum kenningum um innri ferli sem hafa áhrif á ákvörunartöku fólks.
Þeim aðferðum sem eru notaðar í auglýsingum til að ná athygli neytenda.
Kenningum um fortölur og áróður.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa í og skilja hvaða hvatir eru á bak við kauphegðun fólks.
Skilja hvernig þessar hvatir geta verið af ólíkum toga, sbr. innri og utanaðkomandi hvatir.
Beita aðferðum og hugtökum auglýsingasálfræðinnar til að hafa áhrif á kauphegðun fólks.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Átta sig á hvernig eigin rökhugsun getur haft áhrif á hvað við veljum að kaupa og hvað ekki.
Átta sig á hvernig utanaðkomandi áreiti geta haft áhrif á hvað við veljum að kaupa og hvað ekki.
Gera sér grein fyrir hvernig reynt er að hafa áhrif á hegðun og viðhorf okkar með auglýsingum og áróðri.
Leggja mat á hvaða ólíku leiðir auglýsendur fara til að fá okkur til að kaupa vöru.