SAMS1ÞF02

Þjónusta og samskipti

  • Einingar2

Markmið áfangans er að nemendur tileinki sér aðferðir til þess að stuðla að persónulegum vexti í lífi og starfi. Nemendur læra aðferðir í samskiptafærni eins og t.d. virka hlustun, öryggi í samskiptum, að takast á við kvartanir, viðmót, samvinnu og…

Markmið áfangans er að nemendur tileinki sér aðferðir til þess að stuðla að persónulegum vexti í lífi og starfi. Nemendur læra aðferðir í samskiptafærni eins og t.d. virka hlustun, öryggi í samskiptum, að takast á við kvartanir, viðmót, samvinnu og frumkvæði. Nemendur setja sér persónuleg markmið sem stuðla að vexti í náminu og undirbúa þá fyrir störf í sölu og þjónustu. Nemendur velta fyrir sér styrkleikum sínum og hvernig hægt er að nýta þá til þess að ná sem bestum árangri. Nemendur hitta kennara námskeiðsins í markþjálfunarviðtali við upphaf námskeiðsins þar sem þeir setja sér markmið sem þeir ætla að vinna að gegnum námskeiðið. Við lok námskeiðsins/eða í seinni áfanganum eiga nemendur síðan kost á að koma í annað viðtal þar sem þeir ræða hvernig gekk að ná settu markmiði og setja sér ný markmið fyrir framtíðina.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu aðferðum í samskiptafærni.

  • Helstu aðferðum markþjálfunar.

  • Styrkleikanálgun.

  • Á SMART-líkaninu.

  • Tengslamyndun.

  • Aðferðum til þess að efla sjálfsöryggi.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Beita færniþáttum í samskiptum.

  • Nýta styrkleika sína i samskiptum.

  • Setja sér markmið.

  • Mynda tengsl.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Sýna öryggi í samskiptum.

  • Takast á við kvartanir.

  • Nota virka hlustun.

  • Sýna frumkvæði.

  • Öðlast færni í samvinnu.

  • Átta sig á styrkeikum sínum og leiðum til þess að nýta þá til fulls.

  • Setja sér markmið út frá SMART-líkaninu.