SPÆ303

Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið í síðasta áfanga. Nemendur verða áfram æfðir í ritun, málfræði, hlustun, framburði og lestri. Áhersla verður lögð á lesskilning og að nemendur auki talfærni sína í spænsku. Gerð verða verkefni á moodle,…

Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið í síðasta áfanga. Nemendur verða áfram æfðir í ritun, málfræði, hlustun, framburði og lestri. Áhersla verður lögð á lesskilning og að nemendur auki talfærni sína í spænsku. Gerð verða verkefni á moodle, í lesbók, úr vinnubók og frá kennara. Einnig lesa nemendur stutta skáldsögu á önninni og gera verkefni sem tengjast henni.

Nemendur skila heimaverkefnum og taka kaflapróf, hlustunarpróf og munnleg próf í lok annar. Þeir munu vinna ýmis verkefni á Moodle og eru þau metin til vinnueinkunnar. Ástundun og virkni nemenda verður einnig metin sem og safnmappa sem þeir vinna á önninni. Í lok annar er lokapróf þar sem lesskilningur, ritfærni og málfærði er metin. Vægi hvers þáttar vinnueinkunnar er mismunandi eftir árum og kynnir kennari nemendum í upphafi hverrar annar hvað hver þáttur vegur mikið af lokaeinkunn. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.

  • Að nemendur: -auki færni sína í spænskum framburði. -geti skilið einföld fyrirmæli á spænsku og bætt færni sína í talmáli. -geti skilið einfalda texta sem tengjast viðfangsefni áfangans og skilið meginatriði lengri texta á einföldu máli. -geti svarað einföldum spurnigum um eigin hagi og skipst á upplýsingum við spænskumælandi fólk um hluti sem tengjast viðfangsefni áfangans. -þjálfist í ritun og geti komið frá sér stuttum textum, bréfum og lýsingum, sem tengist viðfangsefni áfangans. -fræðist um spænska tungu og útbreiðslu hennar -fræðist um menningu og daglegt líf á Spáni og í Rómönsku Ameríku.