Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið á önninni á undan. Lokið verður yfirferð allra helstu grundvallaratriða spænskrar málfræði. Nemendur verða áfram æfðir í hlustun og ritun og meiri áhersla verður lögð á lesskilning. Í lok hvers kafla munu…
Haldið verður áfram þaðan sem frá var horfið á önninni á undan. Lokið verður yfirferð allra helstu grundvallaratriða spænskrar málfræði. Nemendur verða áfram æfðir í hlustun og ritun og meiri áhersla verður lögð á lesskilning. Í lok hvers kafla munu nemendur gera munnlegar æfingar og í vinnubók. *Einnig fá þeir verkefni frá kennara þar sem þeir ýmist flytja verkefni eða skila rituðum textum sem tengjast efni áfangans. Í annarlok verða lesnar smásögur og lokaverkefni unnið. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa, hlusta og endurtaka hljóðæfingar. Við námið er notast við hljóðglærur, myndskeið, talað mál og tónlist, internetið, gagnvirkar æfingar og gagnvirk próf.
Nemendur skila heimaverkefnum og taka kaflapróf, hlustunarpróf og munnleg próf í lok annar. Þeir munu vinna ýmis verkefni í tímum og í Moodle og eru þau metin til vinnueinkunnar. Ástundun og virkni nemenda verður einnig metin. Í lok annar er lokapróf þar sem lesskilningur, ritfærni og málfærði er metin. Vægi hvers þáttar vinnueinkunnar er mismunandi eftir árum og kynnir kennari nemendum í upphafi hverrar annar hvað hver þáttur vegur mikið af lokaeinkunn. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.
Markmið áfangans eru að nemendur: -Auki orðaforða sinn og færni í talmáli. -Þjálfist í nokun spænskrar málfræði. -Nái aukinni færni í les- og málskilningi. -Öðlist aukinn skilning á menningu og þjóðlífi Spánar og Rómönsku Ameríku -Geti haldið uppi einföldum samræðum við fólk sem hefur spænsku að móðurmáli um kunnuleg efni og án þess að misskilningur hljótist af.