Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Spænska B
Byggt er á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa aflað sér. Nemendur notast við námsbækur, gera hlustunar- og munnlegar æfingar. Aukið er við orðaforða í gegnum ýmis verkefni (munnleg eða skrifleg) með og án hjálpar upplýsingatækni. Verkefnin eru ýmist einstaklings- eða…
Í lok áfangans er próf sem gildir á móti ýmisskonar vinnu, verkefnum (skriflegum, munnlegum og hlustun) og ástundun nemandans á önninni.
SPÆN1SA05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Orðaforða sem tengist efni áfangans.
Völdum atriðum í menningu Spánar og Rómönsku Ameríku.
Völdum grundvallarþáttum í uppbyggingu spænska málkerfisins.
Textum sem fjalla um efni sem tengist námsefni áfangans eða undanfara hans.
Ýmsum leiðbeiningum í talmáli sem tengjast námsefni áfangans.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skilja talað mál um efni sem tengist námsefni áfangans þegar talað er skýrt og áheyrilega.
Lesa texta sem tengist námsefni áfangans.
Taka þátt í einföldum samskiptum og tjá sig um efni sem nemandinn þekkir.
Segja frá efni sem tengist námsefni áfangans.
Skrifa einfaldan texta sem tengist námsefni áfangans.
Nýta sér upplýsingatækni eða önnur hjálpargögn við tungumálanám sitt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Lesa texta og greinar, ef fjallað er um efni sem er nemandanum kunnuglegt.
Geta gefið helstu upplýsingar um sjálfa/n sig og aðra.
Svara spurningum ef spurt er um málefni sem tengjast námsefni áfangans.
Skrifa um málefni sem tengjast námsefni áfangans.
Ná helstu upplýsingum úr töluðu máli, ef talað er um málefni sem honum eru kunnugleg.
Meta eigið vinnuframlag og annarra.