SPÆN1SC05
Spænska C
- Einingar5
Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega…
- Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér.
- Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun.
- Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð.
- Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri.
- Fléttað er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti spænskumælandi landa.
- Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálarammann.
- Nemendur notast við les- og vinnubækur, gera hlustunar- og munnlegar æfingar.
- Nemendur vinna ýmis verkefni (munnleg eða skrifleg) með og án hjálpar upplýsingatækni.
- Verkefnin eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni og áhersla lögð á frumkvæði og sköpun.
- Áfanginn er á hæfniþrepi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Nota skal fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni.
SPÆNSB05.
Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans.
Völdum grundvallarþáttum í uppbyggingu spænska málkerfisins.
Mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem spænska er töluð sem móðurmál og þekki helstu samskiptavenjur.
Ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Skilja talað mál um kunnugleg efni, fylgja almennum munnlegum fyrirmælum og greina helstu aðalatriði þegar fjallað er um afmörkuð efni.
Lesa margskonar texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni.
Taka þátt í og tjá sig í samræðum um fyrirfram ákveðið efni sem hann hefur þekkingu og áhuga á.
Skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir.
Nota upplýsingatækni og hjálpargögn.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Mæta ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum.
Tjá sig munnlega eða skriflega á einfaldan hátt við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum.
Tileinka sér aðalatriðin í frásögnum í fjöl- og myndmiðlum.
Fjalla um atburði, ímyndaða og raunverulega.
Tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins og geta metið eigið vinnuframlag og annarra.
Nota upplýsingatækni og vefmiðla við námið.
Beita ímyndunaraflinu í skapandi verkefnavinnu.
Sýna ábyrgð á eigin námsframvindu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: