STÆ103

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og lausnum verkefna og þrauta. Lögð er áhersla á talnareikning, liðun og þáttun eða þá þætti sem tekin voru fyrir í 10. bekk. Auk þess er farið ítarlega í…

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og lausnum verkefna og þrauta. Lögð er áhersla á talnareikning, liðun og þáttun eða þá þætti sem tekin voru fyrir í 10. bekk. Auk þess er farið ítarlega í prósentureikning. Í rúmfræðinni er sérstaklega fjallað frumreglur, skilgreiningar og reglur um horn og þríhyringa og þannig búið til afleiðslukerfi. Hornaföllin og hornafallareglur.

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann. Þurfi nemandi að taka endurtökupróf þá gildir það próf 100% og hefur nemandi því staðist áfangann með því að fá 5,0 í því prófi.

  • að nemendur: Fái þjálfun í talnareikningi og þáttun liðastærða. Kunni og fái verulega þjálfun í hvers konar prósentureikningi og hlutfallareikningi. Geti leyst fyrsta stigs jöfnur, bæði með einni og tveimur breytistærðum, og fái þjálfum í lausn verkefni sem krefjast þess að settar séu upp jöfnur. Þekki og geti skilgreint helstu hugtök evklíðskrar rúmfræði og geri greinarmun á skilgreiningum og reglum. Þekki til hornafallanna og geti beitt þeim á rétthyrnda og, eftir atvikum, hvasshyrna þríhyrninga • þekki og geti notað reglur um horn sem tengjast hringferli. Þekki skilgreiningu á ferilhorn og þekki reglur sem beita má til að finna horn við hring. Geti teiknað línu í hnitakerfi ef jafna hennar er þekkt og öfugt geti fundið jöfnu línu út frá grafi

  • Talnareikningur, liðun og þáttun. Veldi og veldareglur. Hlutfallareikningur, prósentureikningur, álagning, keðjuálagning, vextir, vaxtavextir. Frumsendur, skilgreiningar og reglur í evklíðskri rúmfræði, sannanir, þríhyrningar og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi, hornaföll í hvasshyrndum þríhyrningi. Horn tengd hringferli. Jöfnur af fyrsta stigi, tvær jöfnur með tveimur óþekktum stærðum, óuppsettar jöfnur. Horn við hring. Talnalínan og hnitakerfið, jafna beinnar línu.