Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Vigurhugtakið skilgreint og aðgerðir á vigrum kynntar. Tekin eru dæmi rú rúmfræði þar sem vigurreikningur er notaður s.s. sönnun á hvernig finna má miðpunkt þríhyrnings. Einingarhringurinn er lagður til grundvallar hornaföllum og horn á milli vigra fundið. Ýmsar hornafallareglur kynntar…
Vigurhugtakið skilgreint og aðgerðir á vigrum kynntar. Tekin eru dæmi rú rúmfræði þar sem vigurreikningur er notaður s.s. sönnun á hvernig finna má miðpunkt þríhyrnings. Einingarhringurinn er lagður til grundvallar hornaföllum og horn á milli vigra fundið. Ýmsar hornafallareglur kynntar og tengsl hornarfallanna innbyrðis. Sínus- og kósínusreglan fyrir þríhyrninga. Jafna hrings og sporbaugs. Almenna jafna línu og stikun hrings og línu. Ofanvarp punkts á línu. Í lokin er farið í nokkrar gerðir hornafallajafna.
Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.
Að nemendur:
Vigur, samlagning og frádráttur, hallatala, lengd, innfeldi, þvervigur. Miðpunktur striks og miðpunktur þríhyrnings. Einingarhringurinn, bogamál, hornaföll, horn á milli vigra. Hornafallareglur og tengsl hornafallanna innbyrðis. Sínus- og kósínureglan hin meiri. Regla um flatarmál þríhyrnings. Jafna hrings og jafna sporbaugs. Stikun hrings og stikun línu. Ofanvarp punkts á línu.