STÆ603

Efnið kemur úr ýmsum áttum, allt frá heildun yfir í fylkjareikning. Hagnýting heildunarreiknings er í formi rúmmálsákvörðunar. Fylkjareikningur er með dæmum það sem fengist er við áþreifanleg vandamál. Tvinntölur eru kynntar og aðgerðir þar með talið rótarreikningur.

Efnið kemur úr ýmsum áttum, allt frá heildun yfir í fylkjareikning. Hagnýting heildunarreiknings er í formi rúmmálsákvörðunar. Fylkjareikningur er með dæmum það sem fengist er við áþreifanleg vandamál. Tvinntölur eru kynntar og aðgerðir þar með talið rótarreikningur.

Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.

  • Að nemendur:

    • Geti fundið rúmmál snúða.
    • Þekki tvinntölukerfið og reikniaðgerðir í því.
    • Geti leyst línulegar 2. stigs diffurjöfnur.
    • Þekki til Taylor-margliða og til hvers þær eru nýtilegar.
    • Hafi fengið þjálfun í fylkjareikingi

  • Hyperbólsku föllin. Rúmmál snúða, yfirborðsflatarmál og bogalengd. Pólhnit. Tvinntalnakerfið, rætur og tvinntala sem veldisvísir. Annars stigs línulegar diffurjöfnur, hliðraðar og óhliðraðar. Taylor-margliður og fylkjareikningur, snúningur um ákv. punkt, jafna bestu línu.