Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Efnið kemur úr ýmsum áttum, allt frá heildun yfir í fylkjareikning. Hagnýting heildunarreiknings er í formi rúmmálsákvörðunar. Fylkjareikningur er með dæmum það sem fengist er við áþreifanleg vandamál. Tvinntölur eru kynntar og aðgerðir þar með talið rótarreikningur.
Próf í áfanganum í annarlok gildir 75% af lokaeinkunn en 25% lokaeinkunnar byggir á frammistöðu nemenda á önninni þ.m.t. í skyndiprófum og örprófum, heimadæmum og ástundun. Próf í annarlok er 120 mínútur. Þar er m.a. prófað í fræðilegu efni. Takið eftir : Nemandi þarf að fá a.m.k. 4,0 (ekki upphækkað) í einkunn á lokaprófinu og a.m.k. 5,0 (upphækkað) í lokaeinkunn til að standast áfangann.
Að nemendur:
Hyperbólsku föllin. Rúmmál snúða, yfirborðsflatarmál og bogalengd. Pólhnit. Tvinntalnakerfið, rætur og tvinntala sem veldisvísir. Annars stigs línulegar diffurjöfnur, hliðraðar og óhliðraðar. Taylor-margliður og fylkjareikningur, snúningur um ákv. punkt, jafna bestu línu.