STÆR2HJ05
Hnitakerfi og jöfnur
- Einingar5
Í áfanganum er unnið með margliður, sérstaklega fyrsta- og annars stigs margliður. Farið er í jöfnureikning, annars stigs jöfnur, algildisjöfnur og annars stigs ójöfnur. Auk þess er unnið með jöfnu fleygboga og fallahugtakið kynnt. Nemendur kynnast helstu hugtökum fallafræðinnar.
- Í áfanganum er unnið með margliður, sérstaklega fyrsta- og annars stigs margliður.
- Farið er í jöfnureikning, annars stigs jöfnur, algildisjöfnur og annars stigs ójöfnur.
- Auk þess er unnið með jöfnu fleygboga og fallahugtakið kynnt.
- Nemendur kynnast helstu hugtökum fallafræðinnar.
STÆR2ÞA05.
Talnalínunni, algildi og biltáknum .
Rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti .
Jöfnu línu, annars stigs jöfnum, algildisjöfnum, línulegum og annars stigs ójöfnum .
Margliðum: skilgreining, deiling, núllstöðvar og formerki .
Jöfnu fleygboga .
Ójöfnum sem afmarka svæði í hnitakerfi .
Hugtakinu falli og einföldum aðgerðum á föllum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Skilja framsetningu stærðfræðilegs námsefnis.
Tjá sig um aðferðir sínar bæði í rituðu og mæltu máli og vera læs á texta sem inniheldur stærðfræðitákn og hugtök.
Finna og vinna með jöfnu beinnar línu.
Finna lausnir annars stigs jafna og ójafna.
Vinna í rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti.
Nota fallahugtakið í daglegu lífi .
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma.
Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli svo og myndrænt.
Skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau.
Hagnýta sér stærðfræðilega þekkingu til ákvarðanatöku í sértækum verkefnum.
Beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna.
Beita skipulegum aðferðum við að leysa verkefni og setja upp jöfnur.
Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa það og túlka lausnina.
Nota lausnir verkefna við val, samanburð og ákvarðanir.
Fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og í texta og sanna ákveðnar reglur.
Beita einföldum samsettum röksemdum.
Greina röksamhengi í röksemdafærslum og ganga úr skugga um hvort þær eru rangar eða ófullkomnar .
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: