STÆR2MM05

Margliður og hnitakerfið

  • Einingar5

Í áfanganum er mest unnið með hnitakerfið. Byrjað er með mengjum og mengjaaðgerðum og síðan er farið í ójöfnur, algildisjöfnur og 2. stigs jöfnur. Aðgerðir á margliðum s.s. deiling margliða og síðan er unnið sérstaklega með beinu línuna og fleygboga.   

  • Í áfanganum er mest unnið með hnitakerfið.
  • Byrjað er með mengjum og mengjaaðgerðum og síðan er farið í ójöfnur, algildisjöfnur og 2. stigs jöfnur.
  • Aðgerðir á margliðum s.s. deiling margliða og síðan er unnið sérstaklega með beinu línuna og fleygboga.  

STÆR2PÞ05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mengjum og grunnaðgerðum mengja.  

  • Talnalínunni, algildi og biltáknum.  

  • Liðun og þáttun margliða.  

  • Rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti.  

  • Jöfnu línu, annars stigs jöfnum, algildisjöfnum, línulegum og annars stigs ójöfnum.  

  • Margliðum: skilgreining, deiling, núllstöðvar og formerki.  

  • Jöfnu fleygboga.  

  • Merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu . 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilja að stærðfræðin hefur eigin framsetningarmáta.  

  • Tjá sig um aðferðir sínar bæði í rituðu og mæltu máli og vera læs á texta sem inniheldur stærðfræðitákn og hugtök.  

  • Vinna með grunnaðgerðir mengja.  

  • Kunna að fara með talnamengin N,Z,Q,R.  

  • Finna lausnir annars stigs jafna.  

  • Vinna í rétthyrndu hnitakerfi í sléttum fleti.  

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra af virðingu og umburðarlyndi án fordóma.  

  • Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega í mæltu máli og myndrænt.  

  • Vinna á skilmerkilegan hátt með hugtök námsefnisins.  

  • Beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna.  

  • Beita skipulegum aðferðum við að leysa verkefni og setja upp jöfnur.  

  • Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnina.  

  • Fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og í texta og sanna ákveðnar reglur.  

  • Beita einföldum samsettum röksemdum .