Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Prósentur og þríhyrningar
Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og lausnum verkefna og þrauta. Lögð er áhersla á talnareikning, lausn jafna, prósentureikning auk rúmfræði þar sem samsíða línur, þríhyrninga þar sem nemendur kynnast hornaföllunum í rétthyrndum þríhyrningum. Um…
Námsmat er samsett úr vinnueinkunn sem endurspeglar ástundun og vinnu í tímum svo og skriflegu lokaprófi í lok annar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Talnareikningi, forgangsröð aðgerða.
Veldareglum og veldareikningi.
Hlutfallareikningi, prósentureikningi.
Vöxtum og vaxtavöxtum.
Þríhyrningum og hornaföllum.
Jöfnum af fyrsta stigi, tveimur jöfnum með tveimur óþekktum stærðum, óuppsettum jöfnum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita þeim reglum sem tilheyra námsefninu og leysa verkefni og dæmi sem lögð eru fyrir.
Beita reiknireglum í tengslum við heil og brotin veldi.
Setja upp og leysa jöfnur sem innihalda tvær óþekktar stærðir.
Reikna stærð allra horna og hliða í þríhyrningum með notkun hornafalla og öðrum reiknireglum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra.
Skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum um þær við aðra og útskýrt hugmyndir sínar.
Beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta úr kunnuglegu samhengi og geta útskýrt aðferðir sínar.
Beita gagnrýninni og skapandi hugsun og sýna áræðni, frumkvæði, innsæi og frumleika við lausnir.
Klæða hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, geta leyst þau og túlkað lausnir.
Fylgja og skilja röksemdir í mæltu máli og texta og beitt einföldum röksemdum.