Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Diffrun og fallafræði
Fallahugtakinu eru gerð góð skil svo og ýmsum aðgerðum sem beitt er á föll. Meðal annars eru vísisföll og lograföll kynnt hér. Markgildishugtakið þ.m.t. einhliða markgildi og óeiginleg markgildi er skilgreint. Einnig hallatala við feril falls, diffurkvóti og diffurreglur. Endað…
Byggir á lokaprófi, vinnu í kennslustundum, heimanámi, verkefnum og skyndiprófum.
STÆR2VH05 – (STÆ303).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Veldis-, rótar- og algildisföllum ásamt ræðum föllum, vísisföllum, 10-logra og náttúrlegum logra.
Ýmsum hugtökum og reiknireglum tengdum föllum.
Markgildi, samfelldni og aðfellum falla.
Snertli, diffurkvóta og diffurreglum.
Afleiðum veldisfalla, hornafalla, algildisfallsins, vísisfalla og náttúrlegs lografalls.
Staðbundnum útgildum og beygjuskilum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Kanna feril falla: finna skilgreiningar og myndmengi, diffra föll og finna útgildi og beygjuskil, finna aðfellur og rissa upp feril fallsins.
Skeyta saman föllum og finna andhverfur falla.
Leysa jöfnur með vísis- og lograföllum.
Nota leiða út afleiður falla út fráskilgreiningu á afleiðu.
Reikna einföld markgildi og ganga úr skugga um hvort fall af einfaldri gerð sé samfellt og/eða diffranlegt.
Nota skilgreiningar til að sýna fram á ákveðna eiginleika falla.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta skráð lausnir sínar skipulega og rökstutt þær.
Geta rætt hugmyndir sínar um námsefnið.
Geta skilgreint hugtök námsefnisins með nákvæmum hætti.
Fylgja og skilja röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni.
Rekja sannanir í námsefninu.
Greina hvenær röksemdafærsla teljist fullnægjandi.
Nota skilgreiningar í röksemdafærslum.
Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu.
Klæða verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa og túlka lausnina.