Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fallafræði
Lögð er áhersla á að nálgast fyrirbæri í náttúrunni og í samfélaginu með opnum huga hvað varðar stærðfræði. Til þess eru nemendur látnir vinna með runur og raðir, vísis- og lograföll og diffrun einfaldra falla. Unnið verður með fallahugtakið og…
Námsmat er samsett úr vinnueinkunn og skriflegu lokaprófi í lok annar.
STÆR2HJ05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Runum og röðum.
Skilgreiningar- og myndmengi falla, samsettum föllum og ferlum falla.
Veldisföllum, margliðum, ræðum föllum, vísisföllum og lograföllum.
Diffrun falla, diffrun margfeldis og kvóta ásamt diffrun samsettra falla.
Hagnýtingu diffrunar (útgildi, einhallabil, beygjuskil og sveigja ferils).
Línulegri bestun.
Myndrænni framsetningu ójafna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota stærðfræði við lausn verkefna sem tengjast samfélaginu.
Þekkja helstu föll og samskeytingu þeirra.
Leysa vísis- og lograjöfnur.
Leysa ójöfnur þar sem koma fyrir ræð föll.
Diffra föll, margfeldi þeirra, kvóta og samsett föll.
Finna staðbundin útgildi og beygjuskil.
Nota diffurreikning til að leysa hámörkunarverkefni.
Leysa einföld dæmi í línulegri bestun.
Lita lausnarsvæði ójafna á grafi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra.
Skrá lausnir sínar skipulega og geta rökstutt þær, skipst á skoðunum um þær við aðra og útskýrt hugmyndir sínar.
Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu t.d. afleiðu falls og ferils þess.
Beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta úr kunnuglegu samhengi og útskýra aðferðir sínar.
Klæða hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar.
Fylgja eftir og skilja röksemdir í texta og beita einföldum röksemdum.