Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Heildun og fylki
Efni áfangans er heildun, diffurjöfnur og fylkjareikningur. Teknar eru fyrir helstu heildunarreglur og hvernig hægt er að nota heildun við að finna flatarmál óreglulegra svæða. Einfaldar diffurjöfnur eru leystar og grunnatriði fylkjareiknings eru kynnt.
STÆR3FF05 (STÆ463).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Stofnfalli og ákveðnu heildi, flatarmáli undir ferli og milli ferla.
Heildunaraðferðum, hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun.
Diffurjöfnum, einföldum, með aðskiljanlegum breytistærðum, línulegum fyrsta stigs jöfnum.
Fylkjareikningi, n-víðum vigrum, samlagningu og margföldun, fernings-, hornalínu- og einingarfylkjum .
Andhverfu og byltu fylki.
Jöfnu bestu línu með fylkjareikningi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita einfaldri heildun og finna flatarmál.
Beita hlutheildun, innsetningaraðferð og stofnbrotsliðun við að ákvarða heildi.
Leysa einfaldar diffurjöfnur með því að aðskilja breytistærðir.
Leysa línulegar fyrsta stigs diffurjöfnur.
Nota reikniaðgerðir á fylki.
Finna andhverfu 2×2 fylkja og finna jöfnu bestu línu „í gegnum nokkra punkta“.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Setja sig inn í og túlka útskýringar og röksemdir annarra.
Skrá lausnir sínar skipulega og rökstyðja þær, skiptast á skoðunum um þær við aðra og útskýra hugmyndir sínar .
Átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu hugmynda og viðfangsefna og velja aðferð við hæfi. t.d. við heildun og lausn diffurjafna.
Klæða hversdagsleg verkefni í stærðfræðilegan búning, leysa þau og túlka lausnirnar, t.d. með því að nota fylkjareikning.
Vinna með merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu t.d. diffrun og heildun.
Beita skipulegum aðferðum við lausnir þrauta úr kunnuglegu samhengi og útskýra aðferðir sínar .
Beita gagnrýninni og skapandi hugsun.
Fylgja eftir og skilja röksemdir í texta og beita einföldum röksemdum .