STÆR3RF05
Rúmfræði
- Einingar5
Efni áfangans er rúmfræði í víðum skilningi sem skiptist í útdrátt úr sögu stærðfræðinnar, þrívíða hnitarúmfræði, kúluhornafræði og endanlega rúmfræði.
- Efni áfangans er rúmfræði í víðum skilningi sem skiptist í útdrátt úr sögu stærðfræðinnar, þrívíða hnitarúmfræði, kúluhornafræði og endanlega rúmfræði.
Vigur- og sléttuhugtökunum í þrívíðu rúmi.
Notkun stikaforms í 3víðu rúmi til að lýsa línum og sléttum.
Aðgerðum á vigra t.d. innfeldi og krossfeldi.
Óevklíðskri rúmfræði og þá sérstaklega kúlurúmfræði.
Hlutverki frumregla í uppbyggingu stærðfræðinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Beita viguraðgerðum í 3víðu rúmi.
Reikna fjarlægðir á milli lína og sléttna og tveggja lína.
Nota ofanvarpsútreikninga við lausn fjarlægðarverkefna.
Teikna rúmhluti s.s. kúlu og þríhyrninga á kúlufleti.
Fylgja eftir stærðfræðilegum sönnunum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Útskýra tilurð rúmfræðinnar og mismunandi tegundum hennar.
Tengja 3víða hnitarúmfræði við 2víða hnitarúmfræði.
Nýta þekkingu á kúlurúmfræði til að meta fjarlægðir á kúluyfirborði.
Útskýra grunnreglur í abstract stærðfræðikerfi s.s. endanlegri rúmfræði.
Sýna skilning á og geta byggt upp stærðfræðilega sönnun.
Gera sér grein fyrir sinni eigin stöðu í stærðfræðinámi – hvað þarf til að ég …?
Vera ábyrgur í að vinna sjálfur í að afla sér þekkingar.
Geri sér grein fyrir hugtökunum nauðsynlegur og nægjanlegur þegar talað eru um forsendur fyrir reglum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: