STÆR3VH05

Vigrar og hornaföll

  • Einingar5

Efni áfangans er tvívíð rúmfræði þar sem vigurhugtakið skipar aðalhlutverk. Auk þess eru hornaföll skilgreind og unnið með þau á almennan hátt. Um er að ræða töflukennslu og hópavinnu en auk þess er efnið tilvalið til að nemendur kynni sér…

  • Efni áfangans er tvívíð rúmfræði þar sem vigurhugtakið skipar aðalhlutverk.
  • Auk þess eru hornaföll skilgreind og unnið með þau á almennan hátt.
  • Um er að ræða töflukennslu og hópavinnu en auk þess er efnið tilvalið til að nemendur kynni sér það sjálfir.
  • Samhliða þessum kennsluháttum er svo leiðsagnarnám þar sem nemendur er leiddir áfram skref fyrir skref.

Byggir á lokaprófi, vinnusemi í kennslutíma, heimanámi og hópvinnu og skyndiprófum.

STÆR2HJ05 – (Stæ203).

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Vigurhugtakinu og aðgerðum á vigra.

  • Flatarmyndum, þrí- og ferhyrningum.

  • Einingarhringnum og skilgreiningu hornafalla.

  • Einingum sem notaðar eru til að mæla horn, gráður og bogaeiningar.

  • Jöfnum hrings, sporbaugs og breiðboga.

  • Ofanvarpi, jafnt punkts sem vigurs á línu.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Teikna vigra, -samlagningu og –frádrátt.

  • Nota einingarhringinn til að fá allar lausnir á hornafallajöfnum.

  • Nota ofanvörp til að finna staðsetningar og fjarlægðir.

  • Nota vigra til að lýsa færslu hluta t.d.í formi krafta.

  • Nota innfeldi tveggja vigra til að finna horn milli þeirra.

  • Geta rakið sannanir á helstu reglum úr námsefninu.

  • Nota vigurreikning til að teikna einfaldar (hreyfi)myndir með tölvuforriti, s.s. GeoGebra.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útskýra einingarhringinn fyrir óupplýstum.

  • Sýna almennan skilning á vigrum og vigraaðgerðum.

  • Útskýra jöfnur hrings, sporbaugs og breiðboga.

  • Miðla efninu til annarra á þann hátt að þeir upplifi áfangann sem eina heild hvað varðar samhengi hluta.

  • Gera sér grein fyrir mismunandi framsetningu á stærðfræðilegum verkefnum og lausnum.

  • Túlka tölulegar niðurstöður á rúmfræðilegan hátt.

  • Tengja hornafræði og vigurreikning við aðrar greinar t.d. eðlisfræði.

  • Geta fylgt eftir röksemdum í texta.