Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Lýðræði og jafnrétti
Áfanginn er inngangur að stjórnmálafræði sem fræðigrein en einkum verða þrjú meginhugtök notuð sem útgangspunktar. Lýðræði, jafnrétti og mannréttindi. Farið er ítarlega í hugmyndir og kenningar um lýðræði. Lýðræði á Íslandi og íslenska stjórnkerfið er tekið sérstaklega fyrir. Jafnréttishugtakið skoðað…
Lokaeinkunn í áfanga skiptist jafnt á milli lokaprófseinkunnar og vinnueinkunnar. Vinnueinkunn er byggð upp á ýmsum verkefnum, stórum sem smáum, stuttum kaflaprófum og mati á viðhorfum og virkni í námi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum greinarinnar.
Þýðingu greinar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.
Hugtökum á borð við lýðræði, jafnrétti, mannréttindi.
Stofnunum íslenska lýðveldisins og virkni þeirra.
Helstu atriðum í tengslum við jafnréttisumræðu nútímans.
Mannréttindum í víðum skilningi.
Réttindum og skyldum þegna í lýðræðissamfélagi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.
Vinna á skilvirkan hátt og sýna frumkvæði og samvinnu við nám og störf.
Verja rökstudda afstöðu sína.
Taka þátt í umræðum og greina stjórnmálafræðileg málefni á gagnrýninn hátt.
Nota lykilhugtök tengd efninu.
Greina mismunun milli ólíkra hópa.
Greina stjórnmála- og jafnréttisumræðu í fjölmiðlum og í daglegu lífi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka þátt í málefnalegum umræðum.
Rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.
Efla siðferðilega dómgreind sína.
Sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum.
Tileinka sér gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð í faginu.
Gera sér grein fyrir samspili viðhorfa, umburðalyndis og fordóma.
Finna, meta og greina heimildir og nýta þær í hagnýtum tilgangi.
Verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi.
Taka virkan þátt í samfélagsumræðu um stjórnmál, lýðræði, jafnrétti og mannréttindi.