Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og athuguð, einkum í ljósi áhrifa sem þau…
Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og athuguð, einkum í ljósi áhrifa sem þau hafa á íslenskt efnahagslíf. Fjallað er um alþjóðleg gjaldeyrisviðskipti, hlutverk seðlabanka og áhrif þeirra á hagkerfi. Fjallað er um gjaldeyrismál Íslands í kjölfar kreppunnar 2008.
Lokapróf í lok annar 70% Annað námsmat (30%) sem skiptist þannig: Skyndipróf og verkefni 25% Ástundun 5%.
Að nemendur öðlist skilning á helstu kenningum og hugtökum alþjóðahagfræðinnar, viti um helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins og hlutverk þeirra. Viti um helstu stofnanir alþjóðasamfélagsins og hlutverk þeirra. Geti upp á eigin spýtur nálgast upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og efnahagslíf annarra þjóða. Geti tjáð sig munnlega og skriflega um samskipti Íslands við önnur hagkerfi.
Kenndir eru fjórir tímar á viku, 60 mínútur í senn. Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og verkefnavinnu. Verkefni Hópverkefni, 2 í hóp. Verkefni kynnt fyrir bekknum. Einstaklingsverkefni. Stutt verkefni ýmist til kynningar eða til að skila. Lestur úr kennslubók í tímum. Nemendur þýði samantekt ( summary), niðurstöður (conclusion) og skilgreiningar úr hverjum kafla.
Hlutverk seðlabanka, Gjaldeyrishöft, Myntsvæði, Gengiskerfi, Fríverslunarsamningar, ESB, EFTA, Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF), Tollar og höft, Alþjóðleg verkaskipting og viðskipti, Sérhæfing og Ábati af viðskiptum.