Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Hugtök og kenningar
Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á helstu kenningum hagfræðinnar og starfsemi þjóðarbúsins. Samband sparnaðar og fjárfestinga verður skoðað, hagvaxtarfræði kynnt og helstu kenningar er varða þróun hagkerfa. Þá verður reynt að útskýra orsök og afleiðingar efnahagshruna á…
Skriflegt lokapróf er í áfanganum og gildir það á móti skyndiprófum sem lögð eru fyrir nemendur yfir önnina. Einnig er vinna nemenda og sérstök verkefni metin til lokaeinkunnar.
HAGF1ÞF05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökum hagfræðinnar og helstu kenningum.
Íslensku efnahagslífi.
Viðfangsefnum hagstjórnar og efnahagsstefnu stjórnvalda.
Hvernig hagvöxtur myndast og hvaða áhrifaþættir ráða honum.
Samspili sparnaðar og fjárfestinga í hagkerfum.
Hvernig atvinnuleysi myndast og hvaða leiðir eru færar til að sporna við því.
Hlutverki peninga í hagkerfinu.
Peningastefnu þjóða og tilgangi þeirra.
Mismunandi gjaldmiðlum.
Alþjóðaviðskiptum, hvernig þau fara fram og hvers vegna stjórnvöld þurfa stundum að hafa afskipti af þeim.
Efnahagshruni þjóða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa í og greina hagvaxtarspár.
Skilja hlutverk fjármálamarkaða og þá gjörninga sem fram fara þar.
Reikna vexti.
Útskýra tilurð verðbólgu og reikniforsendur hennar.
Reikna gengi gjaldmiðla og myntkarfa.
Ræða orsakir og afleiðingar efnahagshruna.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Túlka umsvif hins opinbera í efnahagslífinu.
Nota hagfræðileg líkön og tungutak til að útskýra og greina raunveruleg vandamál.
Tjá sig um hagfræðileg málefni, bæði munnlega og skriflega og móta sjálfstæðar skoðanir sem m.a. eru byggðar á þeim fræðilega grunni sem lagður er til í náminu.
Lesa texta sem fjalla um hagfræðileg málefni á erlendu tungumáli.
Nota upplýsingatækni til heimildaöflunar í náminu.
Taka ábyrgð á eigin námi.