ÞJÓÐ3OH05
Opið hagkerfi
- Einingar5
Í áfanganum eru skoðuð viðskipti milli þjóða og hagkvæmni þeirra. Farið er í hver áhrifin verða þegar tollar eru settir á vörur og þjónustu. Þá er farið í að skoða heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfum. Einblínt er á hvaða áhrifaþættir…
- Í áfanganum eru skoðuð viðskipti milli þjóða og hagkvæmni þeirra.
- Farið er í hver áhrifin verða þegar tollar eru settir á vörur og þjónustu.
- Þá er farið í að skoða heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfum.
- Einblínt er á hvaða áhrifaþættir koma við sögu þegar breytingar verða í heildareftirspurninni og heildarframboðinu og kenningar tengdar því.
- Þá verður farið í hvaða áhrif það hefur á hagkerfi þegar stjórnvöld beita aðferðum hagstjórnar, þ.e. fjármálastefnu eða peningamálstefnu innan hagkerfa.
- Kenningar og líkön verða skoðuð í tengslum við þessi viðfangsefni.
- Þá er einnig til umfjöllunar í áfanganum alþjóðlegar stofnanir og hlutverk þeirra.
- Sérstaklega verða skoðaðar þær stofnanir sem tengjast íslensku efnahagslífi á einn eða annan hátt.
- Kennsla í áfanganum fer fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu.
Próf og verkefnavinna.
ÞJÓÐ2HK05.
Mikilvægi viðskipta milli landa og áhrifum þeirra á hagkerfi.
Áhrifum tolla á innflutning.
Hvernig framboðs- og eftirspurnaferlar breytast við hinar ýmsu aðstæður í hagkerfum.
Beitingu peningamálastefnu og fjármálastefnu í hagkerfum.
Hvernig alþjóðastofnanir starfa og helstu hlutverk þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Greina efnahagsástand mismunandi hagkerfa.
Notast við líkön til að útskýra hagfræðileg málefni.
Finna upplýsingar og túlka þær.
Greina breytingar í hagkerfum út frá tölulegum upplýsingum.
Tjá sig um hagfræðileg málefni í ræðu og riti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Tjá sig munnlega og skriflega á fræðilegan hátt um efnahagshorfur hagkerfa.
Beita hagfræðikenningum á raunveruleg viðfangsefni.
Leita upplýsinga um hin ýmsu hagkerfi á netinu.
Taka þátt í umræðum um hagfræðileg málefni.
Greina og túlka aðstæður á fræðilegan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: