Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Inngangur að forritun
Áfanginn er byrjendaáfangi í forritun. Nemendur læra að búa til og keyra forrit í textaham/skipanalínuforrit. Nemendur læra að setja upp forritunarumhverfi og nýta sér. Nemendur læra um grunnuppbyggingu forrits og grunnatriði forritununar. Í því felst að nemendur læra um breytur…
Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og skriflegu prófi í lokin.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvernig forritunarmál virkar í grundvallaratriðum.
Læra grunnatriði í forritun og helstu grunnaðgerðum hennar, s.s. skilyrðissetningum, lykkjum, föllum o.fl.
Að fá innsýn inn í heim forritunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Forrita með skilyrðum, lykkjum og föllum.
Greina, hanna og forrita einfaldari forrit á sem bestan máta.
Forrita klasa og tengja við aðalforrit.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Takast á við forritun í mismunandi hugbúnaðarumhverfum.
Smíða forrit frá grunni skv. verklýsingu.
Skipta flóknu algrími upp í nokkra einfaldari hluta.
Byggja upp forritskóða á læsilegan og skipulegan hátt.
Skilja forrit og forritshluta, aðgerðir, tilgang þeirra og markmið.