TOLV2FO05
Inngangur að forritun
- Einingar5
Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála og nemendur verða látnir læra að breyta tölum milli talnakerfa (aðaláhersla á tvíundarkerfið). Nemendur lesa sér til um byggingu tölvunnar, helstu vélarhluta og samband hennar við umheiminn. Farið verður yfir efni um minni,…
- Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála og nemendur verða látnir læra að breyta tölum milli talnakerfa (aðaláhersla á tvíundarkerfið).
- Nemendur lesa sér til um byggingu tölvunnar, helstu vélarhluta og samband hennar við umheiminn.
- Farið verður yfir efni um minni, gögn og mismunandi tegundir hugbúnaðar.
- Nemendur fá kynningu á því hvað algrím, flækjustig og reiknanleiki eru þegar kemur að tölvum.
- Nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu Java.
- Nemendur læra að skrifa hefðbundin forrit sem keyra í textaham. Forritin verða oft með stærðfræðitengdar lausnir.
- Innlögn kennara er í formi lesefnis, verkefna, hljóðfyrirlestra, skilaverkefna.
Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og skriflegu prófi í lokin.
Reikningi milli talnakerfa.
Sögu forritunar, hug- og vélbúnaðar.
Innviðum tölvu.
Samspili vél- og húgbúnaðar.
Forritun og helstu grunnaðgerðum hennar, s.s. skilyrðissetningum, lykkjum, föllum o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Framkvæma reikning talna milli mismunandi talnakerfa.
Greina, hanna og forrita einfaldari forrit á sem bestan máta.
Skipuleggja tög og uppbyggingu forrita með föllum.
Forrita með skilyrðum, lykkjum og föllum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Reikna milli talnakerfa.
Takast á við forritun í mismunandi hugbúnaðarumhverfum.
Smíða forrit frá grunni skv. verklýsingu.
Skipta flóknu algrími upp í nokkra einfaldari hluta.
Byggja upp forritskóða á læsilegan og skipulegan hátt.
Skilja forrit og forritshluta, aðgerðir, tilgang þeirra og markmið.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: