Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Inngangur að forritun
Farið er yfir sögu tölvutækninnar þ.á.m. forritunarmála og nemendur verða látnir læra að breyta tölum milli talnakerfa (aðaláhersla á tvíundarkerfið). Nemendur lesa sér til um byggingu tölvunnar, helstu vélarhluta og samband hennar við umheiminn. Farið verður yfir efni um minni,…
Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og skriflegu prófi í lokin.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Reikningi milli talnakerfa.
Sögu forritunar, hug- og vélbúnaðar.
Innviðum tölvu.
Samspili vél- og húgbúnaðar.
Forritun og helstu grunnaðgerðum hennar, s.s. skilyrðissetningum, lykkjum, föllum o.fl.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Framkvæma reikning talna milli mismunandi talnakerfa.
Greina, hanna og forrita einfaldari forrit á sem bestan máta.
Skipuleggja tög og uppbyggingu forrita með föllum.
Forrita með skilyrðum, lykkjum og föllum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Reikna milli talnakerfa.
Takast á við forritun í mismunandi hugbúnaðarumhverfum.
Smíða forrit frá grunni skv. verklýsingu.
Skipta flóknu algrími upp í nokkra einfaldari hluta.
Byggja upp forritskóða á læsilegan og skipulegan hátt.
Skilja forrit og forritshluta, aðgerðir, tilgang þeirra og markmið.