TÖLV2RT05
Upplýsingatækni og tölvunotkun
- Einingar5
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Lögð er á hersla á frumkvæði, ábyrgð og færni…
- Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu.
- Lögð er á hersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar.
- Nemendur sýni ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar.
- Þeir öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt ásamt öruggum netsamskiptum og siðferði á Netinu.
- Í áfanganum vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpun og ímyndunarafl.
- Þeir læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt.
- Í framsetningarforritum vinna þeir kynningar og kynna fyrir hópnum.
- Í ritvinnslu vinna þeir með texta af ýmsum toga og móta hann.
- Þeir setja upp ritgerðir með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti.
- Nemendur læra að nota töflureikni og vinna með upplýsingar og töluleg gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu á slíkum verkefnum.
- Markmið námsins er að stuðla að öflugri færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar.
- Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf.
- Námsmat í áfanganum tekur mið af ástundun nemenda yfir önnina, verkefnavinnu og skilum, æfingum og verklegum prófum.
- Þekking: Verkefni unnin í kennslustundum og heima eru metin jafnt og þétt yfir önnina.
- Leikni: Áfanginn er símatsáfangi og tekur mið af ástundun nemenda, verkefnavinnu, skilum á verkefnum og vegnu meðaltali einkunna úr prófum.
- Hæfni: Nemendur geti nýtt þá þekkingu og leikni sem þeir hafa aflað sér og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum. Þeir lesi fyrirmæli og fylgi þeim, skrifi og tjái sig með eigin texta í framsetningarforritum og ritvinnslu. Þeir lesi og vinni með tölulegar upplýsingar í töflureikni. Lögð er rík áhersla á að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf.
Helstu póst- og samskiptanetum.
Flóknum aðgerðum í helstu forritum til framsetningar og miðlunar á texta.
Umhverfi og möguleikum töflureiknis og meðferð tölulegra gagna.
Höfundarétti og notkun heimilda.
Siðfræði og siðferði Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði).
Textavinnslu.
Gagnagrunnum og mikilvægi þeirra.
Upplýsinga- og menningarlæsi og mikilvægi þess (þróað læsi).
Vefsíðugerð og vefhönnun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Nota markvisst póst- og samskiptanet.
Móta og setja fram texta á ýmsan máta og átta sig á læsileika hans.
Fara með töluleg gögn og framsetningu á þeim.
Framkvæma flóknari aðgerðir í helstu forritum skrifstofuhugbúnaðar svo sem ritvinnslu og töflureikni.
Fara með heimildir og framsetningu þeirra.
Nýta netsamskipti á öruggan hátt.
Nota sjálfstæð vinnubrögð.
Gera heimasíður.
Framkvæma grunnaðferðir í gagnagrunni.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meta, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi).
Vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsileika hans.
Vinna með heimildir eftir viðteknum venjum þar að lútandi og virða höfundarétt í vinnu með gögn af ýmsum toga.
Setja upp heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnisyfirlit, mynda- og töfluyfirlit.
Setja upp viðskiptabréf/formbréf og nýta til þess tilbúin sniðmát.
Vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt.
Nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta.
Stunda örugg netsamskipti og sýna þar gott siðferði.
Vinna sjálfstætt að verkefnum.
Átta sig á mikilvægi menninarlæsis í tengslum við alþjóðasamskipti (menningarlæsi).
Vinna að heimasíðugerð.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: