TÖLV2ST03

stafræn miðlun

  • Einingar3

Í áfanganum er farið í margvíslegar aðferðir til að kynna efni eða vöru á stafrænan hátt með hjálp forrita á netinu. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og færni í vinnu þar sem sköpunargleði og frumkvæði nemanda fær að…

Í áfanganum er farið í margvíslegar aðferðir til að kynna efni eða vöru á stafrænan hátt með hjálp forrita á netinu. Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og færni í vinnu þar sem sköpunargleði og frumkvæði nemanda fær að njóta sín. Nemendur læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Nemendur læra m.a. að setja upp heimasíðu á einfaldan og þægilegan hátt auk þess að fá kynningu á ýmsum hagnýtum vefsíðum á netinu sem geta nýst í námi og starfi. Markmið námsins er að stuðla að öflugri færni nemenda í stafrænni miðlun með hjálp forrita sem eru aðgengileg á netinu. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð er áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í námi og starfi. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.

Námsmat í áfanganum tekur mið af stóru lokaverkefni sem byggir á efni áfangans.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ýmsum forritum sem eru aðgengileg á netinu.

  • Textavinnslu og framsetningu gagna á netinu.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Mótun og framsetningu á texta og upplýsingum á ýmsan máta.

  • Að nýta sér þá möguleika í framsetningu efnis sem eru í boði fyrir eintaklinga og fyrirtæki á netinu.

  • Sjálfstæðum vinnubrögðum.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Nota valmöguleika sem eru í boði til koma efni á framfæri á faglegan hátt.

  • Vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðlað að læsileika hans.

  • Vinna sjálfstætt að ýmsum verkefnum.