Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Upplýsingatækni og stafrænir miðlar
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í…
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Í framsetningarforritum vinna þeir kynningar og læra hvernig best sé að koma efni frá sér til neytenda á skilvirkan hátt. Í ritvinnslu vinna nemendur með texta af ýmsum toga og móta hann. Þeir setja m.a. upp ferilskrá auk þess sem farið verður í ritgerðaruppsetningu með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti. Nemendur læra að nota töflureikni (Excel) og vinna með upplýsingar og töluleg gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu á slíkum verkefnum. Markmið námsins er að stuðla að öflugri færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í námi og starfi. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Flóknum aðgerðum í helstu forritum til framsetningar og miðlunar á texta.
Textavinnslu.
Umhverfi og mögleikum töflureiknis og meðferð tölulegra gagna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Mótun og framsetningu á texta á ýmsan máta og átti sig á læsileika hans.
Meðferð tölulegra gagna og framsetningu á þeim.
Flóknari aðgerðum í helstu forritum skrifstofuhugbúnaðar svo sem framsetningu, ritvinnslu og töflureikni.
Grunnaðgerðum í gagnagrunni.
Sjálfstæðum vinnubrögðum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Meta, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi).
Vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðlað að læsileika hans.
Vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt.
Nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta.
Vinna sjálfstætt að verkefnum.