Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Upplýsingatækni og tölvunotkun
Áfanginn sérhæfir nemendur í uppsetningu á skýrslum fyrir háskólanám og meðferð tölulegra gagna og framsetningu á þeim. Í áfanganum er lögð rík áhersla á læsi og leikni sem tengist notkun tölvunnar í námi, lífi og starfi svo og hæfni til…
Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum, verkefnum ásamt lokaprófi.
TÖLV2RT05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu grunnatriðum í flokkun og uppsetningu á gögnum, flóknari aðgerðum töflureiknisforritsins Excel og ritvinnsluforritsins Word.
Helstu grunnatriðum við gerð kannana með aðstoð netlausna og úrvinnslu þeirra ásamt greiningu á tölulegum gögnum og túlkun þeirra.
Helstu atriðum varðandi framsetningu og miðlun á texta.
Notkun töflureiknis við gerð myndrita og mótun þeirra á ýmsa vegu og hvernig hægt er að vinna saman töluleg gögn með ritvinnslu og töflureikni.
Tölfræði- og fjármálaföllum til útreikninga.
Pivot töflum til að taka saman og setja upp á skýran og einfaldan hátt mikið magn upplýsinga.
Helstu tegundum heimilda og einföldum vinnubrögðum við heimildaleit og -notkun.
Höfundarétti og notkun heimilda.
Siðfræði og siðferði Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði).
Einföldum og flóknari tíðnitöflum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Vinna með gögn og flokkun þeirra, m.a. með pivot töflum, og geta sett fram gögn á aðgengilegan hátt.
Hanna, útbúa og leggja fyrir kannanir með hjálp netlausna.
Kalla fram myndrit í töflureikni og móta þau á ýmsa vegu og færa yfir í ritvinnslu með tengingu milli forrita.
Setja upp ritgerðir og nota þá möguleika sem ritvinnsluforritið hefur upp á að bjóða.
Setja fram heimildir og fara með tilvísanir í rituðum texta.
Fara með töluleg gögn og setja þau fram.
Vinna sjálfstætt og vinna saman í smærri hópum.
Vinna með alls kyns tölfræðilegar upplýsingar, einföldum og flóknari tíðnitöflum og framsetningu á þeim á skýran og einfaldan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta metið, varðveitt, skapað og miðlað upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi).
Geta unnið með, flokkað og sett fram gögn, m.a. með pivot töflum, á aðgengilegan hátt.
Vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsileika hans.
Setja upp lengri heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnis-, mynda- og töfluyfirliti.
Vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt.
Nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta.
Stunda örugg netsamskipti og sýna þar gott siðferði.
Vinna sjálfstætt að verkefnum og í samvinnu við aðra.