TÖLV3UT05
Upplýsingatækni og tölvunotkun
- Einingar5
Áfanginn sérhæfir nemendur í uppsetningu á skýrslum fyrir háskólanám og meðferð tölulegra gagna og framsetningu á þeim. Í áfanganum er lögð rík áhersla á læsi og leikni sem tengist notkun tölvunnar í námi, lífi og starfi svo og hæfni til…
- Áfanginn sérhæfir nemendur í uppsetningu á skýrslum fyrir háskólanám og meðferð tölulegra gagna og framsetningu á þeim.
- Í áfanganum er lögð rík áhersla á læsi og leikni sem tengist notkun tölvunnar í námi, lífi og starfi svo og hæfni til að vinna með upplýsingar og fjölbreytt gögn á ýmsan máta (upplýsinga-, miðla- og tæknilæsi).
- Í áfanganum vinna nemendur stórar og flóknar skýrslur á faglegan, skipulegan og sérhæfðan hátt.
- Í áfanganum er einnig unnið með gagnagrunna og flókin föll og aðgerðir í Excel sem nemendur þurfa að geta tengt.
- Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar.
- Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og að virða höfundarétt. Þeir fá þjálfun í frágangi langra ritgerða og skýrslna með flóknum skipunum.
- Farið er ítarlega í gerð myndrita og útlitsmótun skjala, tölfræðiútreikninga, fjármálaföll, tíðnitöflur og fleiri flókin föll tekin fyrir.
- Unnin eru nokkur stór og flókin verkefni og stórt lokaverkefni . Farið er vel yfir mikilvægi frágangs og framsetningar á verkefnum.
- Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis í öðrum námsgreinum.
- Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum.
Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum, verkefnum ásamt lokaprófi.
TÖLV2RT05.
Helstu grunnatriðum gagnasafnsforritsins Access.
Helstu atriðum varðandi framsetningu og miðlun á texta.
Helstu atriðum varðandi uppsetningu á íslenskum og erlendum verslunarbréfum og formbréfum.
Notkun töflureiknis við gerð myndrita og mótun þeirra á ýmsa vegu og hvernig hægt er að vinna saman með ritvinnslu og töflureikni og meðferð tölulegra gagna.
Tölfræði- og fjármálaföllum til útreikninga.
Pivot töflum til að taka saman og setja upp á skýran og einfaldan hátt mikið magn upplýsinga.
Helstu tegundum heimilda og einföldum vinnubrögðum við heimildaleit og -notkun, höfundarétti og notkun heimilda.
Siðfræði og siðferði Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði), einföldum og flóknari tíðnitöflum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Vinna með gagnagrunnsforrit til að skoða gagnasafn, hanna gagnagrunna, búa til fyrirspurnir, taka inn gögn úr öðrum kerfum og setja gögnin fram á aðgengilegan hátt í formi skýrslu.
Kalla fram myndrit í töflureikni og móta þau á ýmsa vegu og færa yfir í ritvinnslu með tengingu milli forrita.
Setja upp ritgerðir og nota þá möguleika sem ritvinnsluforritið hefur upp á að bjóða.
Setja fram heimildir og fara með tilvísanir í rituðum texta.
Fara með töluleg gögn og setja þau fram, vinna sjálfstætt.
Vinna með alls kyns tölfræðilegar upplýsingar, einföldum og flóknari tíðnitöflum og framsetningu á þeim á skýran og einfaldan hátt.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Geta metið, varðveitt, skapað og miðlað upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi).
Vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsileika hans.
Setja upp lengri heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnisyfirliti, mynda- og töfluyfirliti.
Vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt.
Nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta.
Greina valkosti í fjármálum og gera áætlanir fram í tímann.
Stunda örugg netsamskipti og sýna þar gott siðferði.
Vinna sjálfstætt að verkefnum og í samvinnu við aðra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: