Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Umhverfisfræði og sjálfbærni
Í þessum áfanga er fyrst og fremst fjallað um umhverfið í kringum okkur og einnig er það sett í alþjóðlegt samhengi. Tekin eru dæmi um íslensk fyrirtæki og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Áfanginn er kenndur í fjarnámi. Náminu er…
Í þessum áfanga er fyrst og fremst fjallað um umhverfið í kringum okkur og einnig er það sett í alþjóðlegt samhengi. Tekin eru dæmi um íslensk fyrirtæki og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Áfanginn er kenndur í fjarnámi. Náminu er skipt í lotur og kennsla fer fram með kennsluefni í fjarnámskerfinu, verkefnavinnu og gagnvirkum könnunum. Nemendur fá nákvæmar upplýsingar um kennslugögn og tilhögun námsins í námsáætlun sem fylgir áfanganum í fjarnámskerfinu. Einnig hafa nemendur þar greiðan aðgang að kennara áfangans sem leiðbeinir nemendum þegar þörf krefur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem fjalla um umhverfismál.
Sérstöðu Íslands í umhverfismálum.
Sjálfbærri nýtingu auðlinda, helstu rökum fyrir náttúruvernd og áhrifum mannsins.
Alþjóðlegri samvinnu í umhverfismálum.
Sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á Jörðinni og íbúum hennar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna.
Tengja saman orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Tengja undirstöðuþekkingu í umhverfisfræði við sitt daglega lí.
Taka ábyrgð á eigin lífi með hliðsjón af umhverfinu.
Skilja samhengi nýtingar auðlinda og áhrifa hennar á lífríki og landslag og þáttar mannsins í þróun umhverfisins.
Geta metið upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna.
Geta hagnýtt sér og miðlað upplýsingum um umhverfismál.
Geta tekið þátt í umræðum og rökstutt mál sitt á málefnalegan hátt.
Öðlast heildstæða mynd af vanda sem ógnar framtíð jarðar og mikilvægi alþjóðahyggju í þessum málaflokki.