UMHV1UM02

Umhverfisfræði og sjálfbærni

  • Einingar2

Í þessum áfanga er fyrst og fremst fjallað um umhverfið í kringum okkur og einnig er það sett í alþjóðlegt samhengi. Tekin eru dæmi um íslensk fyrirtæki og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Áfanginn er kenndur í fjarnámi. Náminu er…

Í þessum áfanga er fyrst og fremst fjallað um umhverfið í kringum okkur og einnig er það sett í alþjóðlegt samhengi. Tekin eru dæmi um íslensk fyrirtæki og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Áfanginn er kenndur í fjarnámi. Náminu er skipt í lotur og kennsla fer fram með kennsluefni í fjarnámskerfinu, verkefnavinnu og gagnvirkum könnunum. Nemendur fá nákvæmar upplýsingar um kennslugögn og tilhögun námsins í námsáætlun sem fylgir áfanganum í fjarnámskerfinu. Einnig hafa nemendur þar greiðan aðgang að kennara áfangans sem leiðbeinir nemendum þegar þörf krefur.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna sem fjalla um umhverfismál.

  • Sérstöðu Íslands í umhverfismálum.

  • Sjálfbærri nýtingu auðlinda, helstu rökum fyrir náttúruvernd og áhrifum mannsins.

  • Alþjóðlegri samvinnu í umhverfismálum.

  • Sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á Jörðinni og íbúum hennar.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna.

  • Tengja saman orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins.

  • Tengja saman orsakir og afleiðingar af gerðum mannsins.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Tengja undirstöðuþekkingu í umhverfisfræði við sitt daglega lí.

  • Taka ábyrgð á eigin lífi með hliðsjón af umhverfinu.

  • Skilja samhengi nýtingar auðlinda og áhrifa hennar á lífríki og landslag og þáttar mannsins í þróun umhverfisins.

  • Geta metið upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna.

  • Geta hagnýtt sér og miðlað upplýsingum um umhverfismál.

  • Geta tekið þátt í umræðum og rökstutt mál sitt á málefnalegan hátt.

  • Öðlast heildstæða mynd af vanda sem ógnar framtíð jarðar og mikilvægi alþjóðahyggju í þessum málaflokki.