DANS2MM05

Danska, mál og menning

Grunnáfangi Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Megináhersla er lögð á textalestur til að auka orðaforða og lesskilning. Notaðar eru mismunandi lestraraðferðir (skimun og leitarlestur, nákvæmnislestur og hraðlestur) til að auka færni nemenda í að lesa eftir mismunandi þörfum fyrir upplýsingar.

Auk textanna sem vistaðir verða á PDF-formi í kennslukerfinu verða lesnar smásögur sem einnig verða vistaðar á PDF-formi í kennslukerfinu og verkefni unnin í tengslum við þær.

Þjálfuð verður notkun rafrænna orðabóka og þar með beygingu nafnorða og greinis. Í málfræði verður sagnbeyging, fornafnabeyging og ýmis smáorð þjálfuð.

Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með ýmis konar hlustunaræfingum, sem tengjast efnislega því sem verið er að fjalla um hverju sinni. Hlustun ásamt lesskilningi verður þjálfað í gegnum danskt sjónvarps-/myndefni (m.a. þættir og fréttatengd efni) og verkefni unnin í tengslum við það.

Ritfærni er þjálfuð með margs konar æfingum og verkefnum í tengslum við les- og hlustunarefni.
Nokkur munnleg verkefni eru í áfanganum. Þau eru best að þjálfa með því að undirbúa sig með því að skrifa niður stikkorð (ekki heilar setningar) og tala síðan upphátt – við sjálfan sig ef enginn áheyrandi er til staðar.

  • Unnið verður með eftirfarandi þemu/efni:
    • Elektroniske ordbøger (rafrænar orðabækur).
    • Musik og festivaler (tónlist og tónlistarhátíðir).
    • Verdensmålene og bæredygtighedsbegrebet (heimsmarkmiðin og sjálfbærnihugtakið).
    • Nyheder og aktualitet (fréttir, fréttatengd efni og atburðir líðandi stundar).
    • Sociale medier (samfélagsmiðlar).
    • Tv/streaming (efni á streymisveitum).
    • Noveller og digte (smásögur og ljóð).
    • Grammatik – verber, pronominer og diverse småord (málfræði – sagnorð, fornöfn og ýmis smáorð).

Að nemandi:

  • Hafi aukið orðaforða sinn og lesskilning, þannig að hann sé fær um að beita bæði nákvæmnislestri, yfirlitslestri, skimun eða hraðlestri á ýmsar greinar og umfjallanir, viðtöl, fréttatengt efni, smásögur og aðrar sögur ásamt sjónvarpsefni (þar sem hlustun og lesskilningur fer saman en dæmi um það er þáttur á streymisveitu þar sem hægt er að setja danskan undirtexta á og hlusta á talað mál á sama tíma).
  • Hafi þjálfast í notkun sagnorða og fornafna ásamt ýmsum smáorðum.
  • Hafi þjálfast í notkun rafrænna orðabóka.
  • Hafi öðlast æfingu í hlustun, svo að hann geti skilið talað mál tengt efni sem hann þekkir.
  • Hafi öðlast æfingu í munnlegri færni svo hann geti tjáð sig á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir til.
  • Hafi fengið þjálfun í skriflegri færni, þannig að hann geti skrifað um efni sem unnið er með sem hann þekkir til.
  • Hafi hlotið þekkingu á ákveðnum menningartengdum atriðum sem snúa að dönsku samfélagi.
  • Hafi hlotið þekkingu á heimsmarkmiðunum og sjálfbærnihugtakinu.

Lokaprófið samanstendur af:

  • Hlustunar- og munnlegum hluta sem unninn er í lok annar, gildir samtals 15% af lokaprófi (hlustun 5% og munnlegur hluti 10%).
  • Skriflegu prófi sem tekið er á prófstað, gildir 60% af lokaprófi. Í skriflega hlutanum er prófað í:
    • Texta/lesskilningi – lesnir og ólesnir textar ásamt myndefni (u.þ.b. 50% í lokaprófi).
    • Málnotkun – ritun, málfræði (u.þ.b. 35% í lokaprófi).

Lágmarkseinkunn á lokaprófi (skriflegt próf ásamt munnlegu- og hlustunarprófi = 75%) verður að vera samanlagt 4,5 svo að vinna annarinnar 25% verði reiknuð með til hækkunar.

  • Textar (svo sem greinar, viðtöl, fréttir og umfjallanir) sem vistaðir verða á PDF-formi í kennslukerfi Moodle.
  • Smásögur og annað bókmenntaefni sem vistað verður á PDF-formi í kennslukerfi Moodle.
  • Annað námsefni í kennslukerfi Moodle.
  • Rafrænar orðabækur (ordnet.dk og islex.is) – ókeypis.
  • Rafræn orðabók (snara.is) – Þarf að kaupa áskrift.
  • Danskur málfræðilykill – Þarf að kaupa.
  • Padlet (mikið af aukaefni sem nýtist nemendum vel).
  • Duolingo (tungumálaforrit).