Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Danska, mál og menning
Grunnáfangi Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Megináhersla er lögð á textalestur til að auka orðaforða og lesskilning. Notaðar eru mismunandi lestraraðferðir (skimun og leitarlestur, nákvæmnislestur og hraðlestur) til að auka færni nemenda í að lesa eftir mismunandi þörfum fyrir upplýsingar.
Auk textanna sem vistaðir verða á PDF-formi í kennslukerfinu verða lesnar smásögur sem einnig verða vistaðar á PDF-formi í kennslukerfinu og verkefni unnin í tengslum við þær.
Þjálfuð verður notkun rafrænna orðabóka og þar með beygingu nafnorða og greinis. Í málfræði verður sagnbeyging, fornafnabeyging og ýmis smáorð þjálfuð.
Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með ýmis konar hlustunaræfingum, sem tengjast efnislega því sem verið er að fjalla um hverju sinni. Hlustun ásamt lesskilningi verður þjálfað í gegnum danskt sjónvarps-/myndefni (m.a. þættir og fréttatengd efni) og verkefni unnin í tengslum við það.
Ritfærni er þjálfuð með margs konar æfingum og verkefnum í tengslum við les- og hlustunarefni. Nokkur munnleg verkefni eru í áfanganum. Þau eru best að þjálfa með því að undirbúa sig með því að skrifa niður stikkorð (ekki heilar setningar) og tala síðan upphátt – við sjálfan sig ef enginn áheyrandi er til staðar.
Að nemandi:
Lokaprófið samanstendur af:
Lágmarkseinkunn á lokaprófi (skriflegt próf ásamt munnlegu- og hlustunarprófi = 75%) verður að vera samanlagt 4,5 svo að vinna annarinnar 25% verði reiknuð með til hækkunar.